Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 17
15
sneru sjer til þeirra í stjórninni, sem best eru kunn-
ugir þessum málum, og fræddust af þeim.
Stjórnarkosning fór fram á aðalfundi
Stjórnar- á venjulegan hátt. Höfðu kosninga-
kosning. seðlar verið sendir út til allra skuld-
lausra meðlima, en allmiklar van-
heimtur voru á þeim, því ekki voru greidd yfir 50
atkv. alls. Úr stjórninni gengu eftir röð þeir Hallgr.
Jónsson, Júlíus Ólafsson og Ág. Guðmundsson. Voru
þeir allir endurkosnir til næstu 3ja ára. Ilallgr.
Jónsson var kjörinn form. með 25 atkv., en með-
stjórnendur Ágúst Guðmundsson með 25 atkvæðum
og Júlíus Ólafsson með 18 atkv. Endurskoðendurnir,
þeir K. T. örvar og Ellert Árnason voru báðir endur-
kosnir með 28 atkv. hvor. Þá var og kosið í stjóm
styrktarsjóðs togarafj elaganna til 2ja ára. Hlutu
kosningu þeir Sigurjón Kristjánsson með 17 atkv.
og Einar S. Jóhannesson með 11 atkvæðum. Endur-
skoðandi var kosinn Ellert Árnason með 16 atkv.
Ein af framkvæmdum stjórnarinnar
Bókasafn. síðastliðið ár var samningur, sem
gjörður var við fjelög þau, sem
standa að og eiga Iðnbókasafnið í Reykjavík. Hefir
V. S. F. I. nú gerst hluthafi í safninu á þann hátt,
að við leggjum fram eftirleiðis árlegt gjald til jafns
við hin fjelögin miðað við meðlimafjölda. Við fáum
afnotarjett af safninu og einnig nemendur Vjel-
stjóraskólans. Við kjósum og mann í stjórn safnsins..
Fyrir nokkurn hluta þess fjár, sem við leggjum
fram, verða smám saman keyptar bækur og tímaiit,
sem sjerstaklega ræða okkar fræðigrein. Safnið á nú