Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 18
16
þegar alimikið af „tekniskum“ ritum, sem fjelags-
menn eiga nú aðgang að eftir þeim reglum, sem lög
safnsins setja. Vil jeg eindregið mæla með því, að
þeir fjelagar, sem tækifæri hafa og löngun til þess
að lesa bækur, verði tíðir gestir á safninu. Lög safns-
ins verða birt í ritinu, eins fljótt og unt er.
Skemtiferð var farin að áliðnu
Skemtanii'. sumri, og var farið í berjamó. Þátt-
taka varð mjög lítil, en þeir, sem
fóru, skemtu sjer vel. Þá var að venju um áramótin
haldin jólatrjesskemtun fyrir börn meðlimanna.
Þótti hún takast sjerstaklega vel, og var almenn á-
nægja yfir árangrinum.
Ekki verður hjá því komist, að út-
Fjái'málin. gjöld fjelagsins aukist, eftir því sem
meðlimunum fjölgar, og starfsemin
vex. Eftirfarandi reikningar sýna í aðalatriðum,
hvernig fjárhagur fjelagsins er, og til hvers því fje
er varið, sem greitt er. Til frekari skýringar fyrir
fjelagsmenn vil jeg þó minnast á nokkra liði, einkum
1 reikningum fjelagssióðsins, því undir þá eru marg-
ar smáupphæðir samandregnar.
Það er þá fyrst C-liðurinn í kostnaðinum við fje-
lagshaldið. Auk vjelritunar á nokkrum brjefum er
þar talinn kostnaðurinn við ársritið, þ. e. prentun,
pappír og hefting. Fnnfremur er þar talin prentun á
lágafrumvarpi um stofnun rafmagnsdeildar við vjel-
stjóraskólann ásamt reglugerð um próf o. fl. Þá er
prentun á samningi víð F. í. B., fjelagsskírteinum
o. fl. Móti þessum gjaldalið má þó telja tekjulið d
fyrir auglýsingar. Eru það tekiur af útgáfu ritsins,