Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 19
17
og náist auglýsingagjaldið alt inn, þá vegur það rösk-
lega á móti útgáfukostnaðinum. Þá er e-liðurinn,
F e r ð a k o s t n a ð u r. Sá kostnaður er mestur fyr-
ir bíla inn í rafstöð. Til þess að geta haldið stjórnar-
fundi, höfum við orðið að fá ritara til bæjarins, og
hann þá stundum ekki getað komist heiman að og
heim, nema með því að kaupa sjer far. Töldum við
sjálfsagt, að fjelagið greiddi þann kostnað. Stundum
höfum við jafnvel orðið að fara inneftir og lialdið
þar fund.
Undir f-lið er talið gjald til lögfræðings, 200 kr.,
sem er árlegt gjald, svo og kostnaður við að semja
frumvarp og reglugerð fyrir rafmagnsdeildina. G-
liðurinn, h a 11 i á s k e m t u n u m, er að nokkru
leyti saman dreginn frá fyrri árum. Hefir orðið í und-
andrætti hjá skemtinefndunum að gera upp reikning-
ana, þangað til nú. Var samþ. á stjórnarfundi að
greiða hallann. Þá er liðurinn: Tapað við brott-
rekstur, bæði í fjelagssjóðs- og styrktarsjóðs-
reikningnum, sem nemur samtals 3371 kr. Vegna
hinna gífurlegu vanskila á fjelagsgjöldunum sá
stjórnin sjer ekki fært annað en að strika út þá, sem
mest skulduðu og ekkert vildu greiða. Voru 11 fje-
lagsmenn strikaðir út við áramótin, og námu skuldir
þeirra áminstri upphæð. Þrátt fyrir það voru enn
útistandandi við áramótin yfir 9200 kr. Hefir fje-
lagsstjórnin þegar ákveðið að grisja félagið eins við
næstu árarnót og strika út þá, sem mest skulda og
ekki vilja greiða eða semja um greiðslu. Það er til-
gangslaust að vera að telja sjer á reikningunum til
eignar fje, sem aldrei næst inn. Og fjelaginu er ekki
2