Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 33
HYerju vilja menn íórna?
„Sú stjctt, sem ekki hefir skilning nje
löngun til þess að verja rjett sinn í þjóð-
fjelaginu, á ekki glœsilega framtíð fyrir
liöndum. Hún verður þjáð og þrælkuð og
að lokum fótum troðin. Er þetta lögmál,
sem bygging fjelagslífsins styðst við, og
jafnvel sjálft manneðlið".
Próf. O. A. Johnsen.
Mikill hluti stjettanna í öllum þjóðfjelögum, sem
telja má siðuð, eða hlot.ið hafa nokkura nútíma-
menningu, hafa skilið og kannast við sannindi þess-
ara orða. Þær hafa sameinast og fylkt sjer um áhuga-
mál sín, sumpart til varnar gegn yfirgangi nýiTa
stefna, og sumpart til framsóknar. Og árangurinn
er víða mikill, þó mistökin hafi stundum orðið ærið
áberandi. Þar sem samheldni og eining hefir orðið
best, þar er árangurinn vitanlega glæsilegastur.
Stjettasamtökin væru þó misskilin herfilega, ef
menn ætluðu, að verkefni þeirra væri einungis það,
að geta með þeim, eða í skjóli þeirra, borið sterkari
vopn á samborgarana. Ofbeldi, í hverri mynd, sem
er, ber ekki vott um trú á ágæti málstaðarins og er
oft jafnvel yfirlýsing um rökþrot.
Hin rjetta fjelagslega þroskun er ekki máttur til