Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 34
32
æsinga.og ofbeldis, heldur efling þess hugarfars, sem
fylgir vaxandi löngun til þess að drýgja dáð og
drengskap. Ekki með því að spyma öðrum frá og
hrifsa tækin úr höndum þeiri’a, heldur til þess að
nema ný lönd á sviði atvinnulífsins, finna ný verk-
efni af eigin rammleik og gjöra ný tæki til notkun-
ar eftir nýjum leiðum. Þess konar fjelagsþroski er
besta vörnin í lífsbaráttunni, því hann leggur aðal-
áhersluna á innbyrðis fullkomnun og eflir trú á eig-
in mátt.
G e r i ð f y r s t k r ö f u r t i 1 y k k a r s j á 1 f r a,
vandið framkomu ykkar og verk og
látið sem mest í tje af því, sem þið haf-
ið a ð m i ð 1 a. Þetta finst ykkur ef til vill hlægileg
kenning í fjelagsriti, þegar þið hugsið til hinnar
illvígu baráttu, sem ýmis fjelög heyja í kringum
okkur, og þar sem flest bendir til, að hver vilji
troða skóinn niður af öðrum, eða láta sem minst í
tje, og eina úrræðið til framtaks og þroskunar sje
það, að brjóta andstæðinginn á bak aftur, því ann-
ars skorti olnbogarúm. En þó er þetta, eða ætti að
vera, kjarninn í hugsun hvers þess manns, sem vill
vinna að fjelagsstarfsemi, sjálfum sjer og öðrum til
nytsemdar.
Til þess að um eiginleg fjelagsbönd geti verið að
ræða, þurfa menn að þekkjast og koma oft saman
til þess að kynnast hver annars áhugamálum og
skoðunum. Það er undirstaða góðs samkomulags og
þess, að menn finni hvöt hjá sjer til þess að fórna
einhverju fyrir fjelagsskapinn. Það er jafnan svo,