Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 38
36
Annað samvinnustarf, sem byrja þarf á sem
allra fyrst innan fjelagsins, er aukning ritsins. Hef-
ir verið minst á það áður. Það er löngu reynt í öðr-
um fjelögum, að blaðaútgáfa er ómissandi tengilið-
ur á milli fjelagsmanna. Á það ekki síst við, þar
sem þeir eru jafn dreifðir og meðlimir okkar fje-
lags. Því ber reyndar ekki að neita, að afskiftaleysi
manna af fjelagsmálunum hefir undanfarið verið í-
skyggilega mikið, og er það alt annað en öi-vandi í
þessu efni. En gera mætti sjer von um, ef við t. d.
kæmum af stað mánaðarriti, að þá örvaði það menn
til þess að segja meiningu sína á prenti um þau
mál, sem þeir hefðu sjerstakan áhuga á. Eins og
nú er ástatt, geta menn ekki fengið svar í ritinu
fyr en eftir heilt ár, en þá er mesti hitinn rokinn
af, og málið jafnvel útkljáð.
Annars er mjög freistandi að draga upp mynd af
ástandinu, eins og það er nú í þessu efni, því það
skýrir betur en margt annað afstöðu fjelagsstjórn-
arinnar.
Á undanförnum árum hefir stjórnin haft með
höndum mörg veigamikil og umfangsmikil mál. Hef-
ir verið ritað um þau í skýrslum fjelagsins og með-
limunum þar með gefinn kostur á að kynnast þeim.
Flest þeirra hafa og verið til umræðu á fjelagsfund-
um. Eru sum þeirra þannig vaxin, að þau snerta
allmikið hag meðlimanna nú og framvegis. Nú gæti
maður haldið, að úr því fjelagsmenn eiga sjaldan
kost á að koma á fundi, þá sendu þeir brjeflegar
fyrirspurnir til stjórnarinnar og óskuðu eftir vitn-
eskju um hitt og þetta, gerðu tillögur og því um líkt.