Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 40
38
Hjer er það, sem jeg hefi von um, að fjelagsritið
geti hjálpað nokkuð, ef vel væri á haldið. Alt veltur
auðvitað á því eins og áður, að einhverjir vilji
fórna. — Fórna tíma og kröftum. Fyrst um sinn er
vonlaust um, að nokkur geti gert sjer það að at-
vinnu, að skrifa fyrir okkur vjelstjórana eingöngu;
til þess erum við of fáir. Auðvitað getur komið til
mála að borga góðar ritgerðir, og svo þeim manni,
sem sjer um útgáfuna. En helst ættu allir að vera
sjálfboðaliðar. Jeg álít alls eigi tiltækilegt að byrja
á ritinu, fyr en nægilega margir sjálfboðaliðar eru
fengnir, og reynsla er fengin fyrir því, að efni muni
verða nóg til umráða. Við höfum margra ára reynslu
fyrir því, hvernig kosnar nefndir reynast. Þær hafa
margar ekki sýnt þá framtakssemi, sem þurft hefir.
Sumpart er það af því, að tækifæri hafa fá gefist
til þess að koma saman og ræða málin, og stundum
jafnvel af því, að fjelagsþroskann — löngunina til
þess að verða öðrum til nytja en sjálfum sjer, hefir
vantað. Hjer er nýtt tækifæri til þess, að ísl. vjel-
stjórarnir geti sýnt, hvers þeir eru megnugir. Tím-
inn er að vísu takmarkaður hjá mörgum, en „viljinn
dregur hálft hlass“, og má jeg ekki vona að allir
vil j i leggja þessu máli lið? Um getuna er jeg ekki
svo smeykur. Fátt er jafn göfgandi og það, að bera
góðan og mentandi fróðleik á millum manna. Hjer
er staðurinn til þess. Blaðið yrði og besta leiðin til
þess að vinna gagn sameiningar-hugsjóninni. Sam-
vinnu- og bræðralagshugsjónin verður að gagnsýra
hvern fjelagsskap, til þess að hann komi nokkru í
verk og eigi góða framtíð fyrir höndum.