Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 41
I
39
Gæti blaðið komið út mánaðarlega, geri jeg mjer
von um, að allmargir mundu senda því greinar um
það, sem efst er á baugi í fjelaginu. Hver lítur á
málið frá sínum bæjardyrum og skýrir það á þann
veg, sem hann telur rjett vera. Þesskonar mat yrði
og forgöngumönnum fjelagsins hinn mesti styrkur.
Jeg er ekki í nokkrum vafa um það, að þið vjelsi jór-
ar yfir höfuð hafið ekki minni löngun til þess að
verða stjett ykkar til sóma en meðlimir annara
stjetta. Og við erum orðnir svo margir, að þetta
ætti ekki að verða nein þrekraun.
Þess er ekki að vænta, að ritið, eins og það er nú,
geti orðið vinsælt, nje æskilegur tengiliður milli fje-
lagsmanna, jafnvel þó það stækkaði að mun. Það er
nú einkum málgagn fjelagsstjórnarinnar, en það
þarf að verða fyrst og fremst málgagn annara fje-
lagsmanna, þ. e. fjöldans. Stjóimin á að jafnaði
hægara með að koma sínum áhugamálum á fram-
færi. Hefði hún vitanlega jafnan aðgang að ritinu
og legði til þess eins og nú, það sem hún hefði að
segja um framkvæmdirnar.
Þá er ,,tekniska“ hliðin. Jeg hefi áður minst á það
í ritinu, hve mikil nauðsyn okkur væri á aukinni
fræðslu í þeim efnum. Býst jeg við, að þið getið
flestir fallist á það. Fjelagsstjórnin gerði á síðast-
liðnu ári þá ráðstöfun, að Vjelstjórafjelagið gengi í
samband við Iðnaðarmannafjelagið og Verkfræð-
ingafjelagið um að leggja fram fje til Iðnbókasafns-
ins í Reykjavík. Var það stofnað af áðurnefndum
fjelögum fyrir nokkrum árum. Verður okkar fjelag
eftirleiðis hluthafi í safninu með sömu rjettinduin
L