Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 42
40
og sama tillagi á mann og stofnendurnir. Við gerum
tillögur um kaup á ritum, sem sjerstaklega eru við
okkar hæfi, og verður nokkrum hluta af okkar til-
lagi varið til þeirra kaupa. Nemendur vjelstjóraskól-
ans fá og rjett til þess að taka þar bækur að láni.
Hjer er spor stigið í rjetta átt, enda vona jeg cu
vjelstjóramir verði ekki sístir í að nota sjer safn-
ið, eftir því sem ástæður leyfa.
Þessi ráðstöfun var meðfram gerð til undirbún-
ings ritinu. Eftir því sem safnið auðgast að bókum,
verður þar um auðugri garð að gresja fyrir þá, sem
sjá um útgáfuna og aðra, sem vilja leita sjer þar
fróðleiks. „Tekniskur" fróðleikur er lítill til á ís-
lensku máli, og er því ærið nóg verkefni fyrir hönd-
um, þó eigi væri hugsað um annað fyrst um sirm en
t. d. að þýða aðgengilegar greinar úr erlendum tíma-
ritum og draga af þeim þær ályktanir, sem til gagns
gætu orðið okkar stjett.
Um fyrirkomulag og stjórn ritsins er ekki tíma-
bært að ræða nú, en kært væri mjer það, ef fjelags-
menn, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, gerðu til-
lögur og bentu á leiðir til framkvæmda.
í ýmsum öðrum efnum, en nú hefir verið talið,
mætti færast í aukana um framkvæmdir. En á með-
an fjelagið er svona mannfátt, verður kostnaðurinn
ávalt erfiður viðfangs.
Jeg tel þó vel tímabært, að reynt væri að mynda
sjóð til styrktar atvinnulausum mönnum. Það gef-
ur auga leið, að við eins hraðvaxandi og illa grund-