Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 47
45
allra fjelagsmanna, að nota hvert tækifæri, sem
gefst, til þess að útvega fjelagi okkar nýja og nýja
starfsmenn.
Það, sem er þó fyrir öllu, er það, að sjerhver með-
limur hafi traust á fjelaginu. Og aldrei má það
henda nokkurn, að hann lasti fjelag sitt opinberlega
— eins og því miður verður oft vart við. Vissulega
geta menn oft haft aðra skoðun en sá, sem forust-
una hefir. En þegar svo stendur á, ættu menn ekki
fyrst að snúa sjer til þeirra, sem málið varðar ekki,
heldur að ástandinu, sem um er að ræða. Á fundum
þeim, sem haldnir eru með jöfnu millibili, hafa fje-
lagar nóg tækifæri til þess að leysa frá skjóðunni.
Og ef annað er samt sem áður ákvarðað, en þeir
telja rjett vera, þá er það skylda þeirra, að fvlgja
meiri hlutanum og lúta aganum, því stjórnleysið
skaðar fjelagið og þar með fjelagsmenn sjálfa.
Hlýðni er undirgefni undir heildina til sjálfsbjargar.
(Eftir „Der Schiffsingenieur“).