Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 49
47
skulu mánaðarlaun 1. vjelstjóra færast upp í 500
krónur, meðan hann vinnur við skipið, og haldi hann
einnig venjulegri slysatryggingu sjómanna.
Þegar 1. vjelstjóri er hættur að vinna við skip,
skal honum heimilt að bíða fyrir 300 krónur á mán-
uði, þar til skipið tekur til starfa.
3. gr.
Sje vjelstjóri ráðinn af einu skipi á annað sama
fjelags og bíði í landi af þeim ástæðum, skal hann
hafa 500 króna mánaðarlaun ásamt fæðispeningum,
bar til hann er skráður á skip.
4. gr.
Þegar vjelstjóri hefir verið eitt ár hjá sama fje-
lagi, skoðast hann sem fastur starfsmaður, og gildir
t>á þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá beggja
hálfu.
5. gr.
Fyrsti vjelstjóri á kröfu til þess árlega, eftir að
hafa unnið eitt ár hjá sama fjelagi, að fá þriggja
vikna sumarleyfi ár hvert, en halda þó fullu mán-
aðarkaupi. Á sama hátt ber öðrum vjelstjóra 15 daga
sumarleyfi ár hvert.
Gangi skip á veiðar 10 mánuði ársins, skal sumar-
leyfi 1. vjelstjóra færast upp í 30 daga. Sumarleyfin
skulu árlega uppgerð, ella falla niður. Vjelstjórar
skuldbinda sig til þess, ef viðkomandi útgerðar-
stjóri óskar, að taka sumarleyfi sitt á þeim tíma,