Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 50
48
þegar skip þau, er þeir vinna á, liggja í höfn, og veið-
ar eru ekki stundaðar.
Geti útgerðarstjóri ekki komið því við, og fái 1.
vjelstjóri sumarleyfi á þeim tíma, sem skipið er á
veiðum, skal hann halda mánaðarkaupi sínu (kr.
300.00) og auk þess hafa einn % af andvirði fiskj-
ar þess, er aflast kann á skipið, á meðan hann er í
sumarleyfinu.
6. gr.
Vjelstjórar skulu hafa ókeypis fæði, eða fæðis-
peninga, meðan þeir vinna við skipin, og skal það
ekki vera lakara en annara yfirmanna skipsins.
7. gr.
Engin föst skilyrði skulu sett um aðstoðarmann
í vjelarúmi fyrir umsamið samningstímabil, en
heimilt skal viðkomandi vjelstjóra og útgerðarmanni
að semja um þetta atriði.
8. gr.
Sjeu kyndarar undanþegnir því, að vinna við skip-
in í höfn, skal koma minst einn fullgildur maður í
þeirra stað.
9. gr.
Rísi deila útaf einstökum atriðum í samningi þess-
um, skal það lagt fyrir fimm manna gerðardóm, og
skal hvort fjelag kjósa tvo menn, og skulu þeir síð-
an velja hinn fimta eftir samkomulagi. Báðir aðiljar
skulu vera skyldir að hlíta úrskurði gerðardómsins.
J