Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 53
51
2. gr.
Á ferðum milli Ameriku, svo og til Miðjarðarhafs-
ins og Svaitahafsins, skulu áðurnefnd laun hækka
um 8%. Hækkun þessi gildir, frá því er skipið lætur
síðast úr höfn hjer á landi eða á Norðurlöndum og
þar til það nær höfn á íslandi eða Norðurlöndum
aftur.
Sama launahækkun greiðist vjelstjórum á þeim
skipum, sem eru í föstum strandferðum við ísland.
Ennfremur greiðist vjelstjórunum á kæliskipi fje-
lagsins (Brúarfoss) aukaþóknun, er nemur 10% af
kaupinu. Miðast þóknunin við þann tíma, er skipið
byrjar að ferma kældar vörur hjer við land og þar
til affermingu er lokið í erlendri höfn.
Sjeu famar tvær eða fleiri ferðir, hver eftir aðra
með kældar vörur, greiðist áðurnefnd aukaþóknun
óslitið, þar til þeim ferðum er lokið.
3. gr.
Ermskipafjelagið vátryggir á sinn kostnað þá vjel-
stjóra, sem eru í þjónustu þess, gegn slysum, fyrir
18000 — átján þúsund krónur —. Upphæð þessi
greiðist aðstandendum viðkomandi vjelstjóra, ef
hann ferst af slíkum ástæðum, eða honum sjálfum,
ef hann slasast svo mikið, að hann verði óvinnufær.
Veikist vjelstjóri, eftir að hann hefir starfað 1 ár
hjá fjelaginu, ber honum auk þess, sem tekið er fram
í sjóðslögunum, alt að þriggja mánaða kaupi.
4. gr.
Eftir eins árs þjónustu í þarfir fjelagsins, skal
4*