Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 54
52
mánaðarkaup undirvjelstjóranna hækka um 10 kr. á
hverju ári, þar til hækkunin nemur 50 kr. á mánuði.
Á sama hátt skal kaup 1. vjelstjóranna hækkað,
eftir eins árs þjónustu í þarfir fjelagsins, þar til
hækkunin nemur 100 kr. á mánuði.
Missi vélstjóri eða aðstoðarmaður föt sín og aðr-
ar eigur, er hann hefir með sjer á sicipi, við eldsvoða,
sjóskaða e. þ. u. 1., greiðir fjelagið honum skaða-
bætur, er nemur 1500 — fimtán hundruð krónur —.
Skemmist nokkur hluti eignanna af fyrnefndum á-
stæðum, greiðist skaðabætur eftir mati övilhallra
manna.
Komi það fyrir af einhverjurri ó v i ð r á ð a n 1 e g-
um ástæðum, að á skipi sjeu færri vjelstjórar
eða vjelaraðstoðarmenn, en ákveðið er í lögum um
vjelgæslu á íslenskum skipum frá 3. nóv. 1915 og í 5.
gr. samnings þessa, eða að aðstoðarmenn eru skráð-
ir sem vjelstjórar, þá skai hið fasta mánaðarkaup,
sem sparast við þetta, skiftast milli vjelstjóranna
eftir mati 1. vjelstjóra. Ekki má þó, hvernig sem á
stendur, stöðva skipið, þótt ekki sje hægt að fá 4.
vjelstjóra eða aðstoðarmann.
5. gr.
Á skipum með vjelar, sem hafa 350 I.H.K. og þar
yfir, skulu vera minst 2 vjelstjrrar og aðstoðarmað-
ur. En á skipum með vjel, sem hefir yfir 650 I.H.K.
skulu vera 3 vjelstjórar, og SjC það vjel, sem frarn-
leiðir 1200 Normal I.H.K., skulu vera minst 4 vjel-
stjórar.
Eigi geta aðrir orðið vjelaraðstoðarmenn en þeir,
i