Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 59
57
c. hefir ekki verið dæmdur fyrir nokkurt það verk,
sem svívirðilegt er að almenning-sáliti.
Stjórnarráðið setur reglugj örð um það, hvernig
vjelgæslukenslunni skuli háttað, svo um vjelgæslu-
prófið og prófskilyrði.
3. gr.
Sá einn, er fullnægir skilyrðum þeim, er sett eru í
2. gr. laga þessara, og hefir verið undirvjelstjóri á
gufuskipi með meira en 75 hestafla vjei í 1 ár, á
rj ett til að vera yfirvjelstjóri á gufuskipi með minna
en 200 hestafla vjel.
4. gr.
iSá einn, er öðlast hefir skírteini það, ei ræðir um
í 5 gr., á rjett til að vera undirvjelstjóri á gufu-
skipi með 200—700 hestafla vjel.
5. gr.
Sá einn getur öðlast undirvjelstjóraskíi’teini á
guíuskipi með 200—700 hestafla vjel, sem:
a. hefir staðist vjelstjórapróf við vjelstjóraskólann
í Reykjavík;
b. hefir verið kyndari eða aðstoðarmaður vjelgæslu-
manns á gufuskipi í 12 mánuði, og hefir meðmæli
þess eða þeirra vjelstjóra, sem hann hefir verið
hjá, fyrir dugnað og reglusemi og þekkingu á
hirðingu gufuvjela;
c. hefir ekki verið dæmdur fyrir nokkurt það verk,
sem svívirðilegt er að almenningsáliti.