Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 60
58
6. gr.
Sá einn, er öðlast hefir skírteini það, er ræðir um
í 7. gr., á rjfctt til að vera yfiivjelstjóri á gufuskipi
með 200—700 hestafla vjel.
7. gr.
Sá einn getur öðlast yfirvjelstjóraskírteini á gufu-
skipi með 200—700 hestafla vjel, sem auk þess að
fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í 5. gr.:
a. hefir verið undirvjelstjóri á gufuskipi með meira
en 200 hestafla vjel í 2 ár, og hefir meðmæli frá
yfirvjelstjóra þeim eða yfirvjelstjórum, sem hann
hefir unnið hjá, fyrir reglusemi og næga þekk-
ingu á meðferð og hirðing gufuvjela.
b. er 25 ára að aldri.
8. gr.
Sá einn, er öðlast hefir skírteini það, er ræðir um
í 9. gr., á rjett til að vera undirvjelstjóri, þ. e. annar
eða þriðji vjelstjóri, á gufuskipi með meira en 700
hestafla vjel.
9. gr.
Sá einn getur öðlast undirvjelstjóraskírteini á gufu-
skipi með meira en 700 hestafla vjel, sem auk þess
að fullnægja skilyrðum þeim, er sett eru í 5. gr.,
fullnægir annaðhvort skilyrðum þeim, sem sett eni
í 7. gr. a., eða hefir verið aðstoðarmaður vjelstjóra
á gufuskipi með meira en 700 hestafla vjel í 2 ár.