Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 61
59
10. gr.
Sá einn, er öðlast hefir skírteini það, sem ræðir
um í 11. gr., á rjett til að vera yfirvjelstjóri á gufu-
skipi með meira en 700 hestafla vjel.
11. gr.
Sá einn getur öðlast yfirvjelstjóraskírteini á gufu-
skipi með meira en 700 hestafla vjel, sem auk þess
að fullnægja skilyrðum þeirn,, er sett eru í 5. gr. og
staflið b. í 7. gr., hefir verið undirvjelstjóri á gufu-
skipi, með meira en 700 hestafla vjel í 1 ár.
12. gr.
Á gufuskipi, með meira en 100, en minna en 700
hestafla vjel, skal vera að minnsta kosti einn yfir-
vjelstjóri og einn undirvjelstjóri, sem fengið hafa
skírteini samkvæmt 2., 3., 5. og 7. gr., eftir því sem
við á.
Nóg er, að einn vjelstjóri, sem fengið hefir vjel-
gæsluskírteini samkvæmt 2. gr., sje á skipi með
mirma en 100 hestafla vjel.
Á gufuskipi, með 700 hestafla vjel, og þar yfir,
skal vera að minnsta kosti einn yfirvjelstjóri og
tveir undirvjelstjórar. Skal yfirvjelstjói’i hafa feng-
ið skírteini samkvæmt 11. gr., en undii’vjelstjóramir
samkvæmt 9. gr.
Ekkert íslenzkt gufuskip má afgreiða frá nokkurri
höfn til sigiinga innanlands eða á milli landa, nema
á því sje það vjelgæzlulið, sem áskilið er í þessari
grein.