Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 62
60
13. gr.
Þeir, sem fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru
í 2.—3., 5., 7., 9. og 11. gr., eiga heimting á að fá
skírteini þau, sem þar um getur.
Fyrir yfirvjelstjóraskírteini skal greiða 4 kr., en
undirvjelstjóraskírteini 2 kr., og rennur hvort-
tveggja í landssjóð.
Skírteini þessi skal rita eftir fyrirmynd, er
Stjórnarráðið semur.
Skírteinið skal gefið út af lögreglustjóra, og
gildir um ótakmarkaðan tíma, frá dagsetning þess,
nema skírteinishafi fyrirgeri því, sbr. 15. gr.
14. gr.
Nú vill einhver eigi hlítá úrskurði lögreglustjóra
um útgáfu skírteinis, og skal hann þá leggja málið
undir úrskurð Stjórnarráðsins, en við það skerðist þó
eigi rjettur hans til að leita dómsúrskurðar um
málið.
15. gr.
Nú verður maður dæmdur fyrir eitthvert það verk,
sem svívirðilegt er að almenningsáliti, og hefir liann
þá fyrirgert vjelstjóraskírteini sínu.
16. gr.
Meðan vöntun er á mönnum, er tekið hafa vjel-
stjórapróf samkvæmt lögum þessum, er Stjórnar-
ráðinu heimilt að veita mönnum, sem fengið hafa
vjelstjóraskírteini í öðrum löndum, samkvæmt þar
gildandi lögum, skírteini þau, sem ræðir um í 5., 7.,
J