Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 63
61
9. og 11. gi\, en þess sje þó gætt, að til að öðlast hið
útlenda skírteini hafi orðið að fullnægja eins miklum
kröfum, eins og til að öðlast hið íslenska, sem um er
sótt.
Skírteini þau, sem hjer ræðir um, má þó eigi veita
eftir 1. janúar 1925.
Til sama tíma eiga þeir Islendingar, sem lokið hafa
vjelstjóraprófi erlendis, kost á að fá slík skírteini,
þótt ekki vanti vjelstjóra.
Heimilt er Stjórnarráðinu að veita efnilegum kynd-
urum undirvjelstjóraskírteini á fiskigufuskipum með
minna en 700 hestafla vjel. Þó má Stjórnarráðið
ekki veita slík skírteini, nema brýn nauðsyn sje, og
ekki lengur en til eins árs í senn.
Beiðni um slík skírteini skal fylgja meðmæli sam-
kvæmt 5. gr. b.
Leyfi þessi ganga í gildi 1. janúar 1920.
Til 1. jan. 1920 er Stjórnarráðinu og heimilt að
veita manni yfirvjelstjóraskírteini samkvæmt 7. gr.,
þótt hann hafi ekki verið nema eitt ár undirvjel-
stjóri á gufuskipi með meira en 200 hestafla vjel,
ef hann að öðru leyti fullnægir kröfum 7. greinar.
Þessa heimild má því að eins nota, að hún sje
nauðsynleg.
17. gr.
Brot gegn lögum þessum varða sektum alt að 200
kr.; ef brot er ítrekað, geta sektimar hækkað upp í
500 kr. Brot þessi sæta opinberri rannsókn, og skal
farið með þau sem almenn lögreglumál.