Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 64
62
18. gr.
Sá, sem fengið hefir vjelstjóraskírteini áður en lög
þessi öðlast gildi, skal njóta rjettinda þeirra, er lög
þessi ákveða. Þó skal það tekið fram berum orðum
í skírteini því, er hann fær samkvæmt lögum þess-
um, að það sje gefið út eftir þessari undanþágu-
heimild.
Sá, sem fengið hefir undanþáguleyfi til að vera
undir- eða yfirvjelstjóri, áður en lög þessi öðlast
gildi, og eigi lokið vjelstjóraprófi, má halda stöðu
sinni á samskonar skipi og undanþáguleyfið var
veitt til.
19. gr.
Lög nr. 25, 11. júlí 1911, um atvinnu við vjel-
gæslu á íslenskum gufuskipum og lög nr. 19, 2. nóv-
ember 1914, um breytingu á og viðauka við þau
lög, eru hjer með numin úr gildi.
20. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1916.
Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sjer að
hegða.
Gefið á Amalíuborg, 3. nóvember 1915.
Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli.
Christian R.
(L. S.)
Einar Arnórsson.