Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 68
66
árs af hálfu þessara yfirmanna. Hvor samningsað-
ilja getur þó að öðru leyti sagt upp samningnum með
3 mánaða fyrirvara, og dómsmálaráðherra getur vik-
ið mönnum þessum úr starfi áður en samningstím-
inn er útrunninn, eftir sömu reglum og embættis-
mönnum er vikið úr embætti. Þó er slíkur brott-
rekstur ekki lögmætur, nema meiri hluti sjávarút-
vegsnefnda í báðum deildum Alþingis samþykki á
sameiginlegum fundi brottvísun á næsta þingi eftir
að afsetningin fór fram.
4. gr.
Vjelameistari ræður kyndara, en skipstjóri aðra
starfsmenn skipsins, þá, sem ekki eru tilnefndir í
3. gr., nema sjerstaklega verði mælt öðruvísi fyrir í
lögum. Um þá starfssamninga, er vjelameistari og
skipstjóri gera, gildir þriggja mánaða uppsagnar-
frestur fyrir báða málsaðilja.
5. gr.
Skipstjóri getur vikið þeim skipverjum, er um
ræðir í 4. gr., fyrirvaralaust frá starfi, ef honum
þykir ástæða til.
6. gr.
Dómsmálaráðuneytið semur reglugjörð um skyld-
ur og störf skipverja á varðskipunum. Þátttaka í
verkfalli varðar skipverja ábyrgð eftir lögum nr.
33, 1915.
1