Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 69
67
7. gr.
Skipstjórum og stýrimönnum á varðskipunum
skal skylt að kenna hásetum, er á varðskipunum
vinna, verklega sjomennsku, eftir því sem nánar
kann að verða ákveðið í reglugjörð.
8. gr.
Skipstjóri á varðskipi skal hafa að byrjunarlaun-
um 6500 kr. á ári, en launin hækka þriðja hvert
ár um 500 krónur, upp í 8000 kr. á ári.
Yfirstýrimaður hefir að byrjunaiiaunum 3800 kr.
á ári, en launin hækka þriðja hvert ár um 400 kr.,
upp í 5000 kr. á ári.
Annar stýrimaður hefir að byrjunarlaunum 3200
kr. á ári, en launin hækka árlega um 100 kr. í 4 ár,
upp í 3600 kr. á ári.
Þriðji stýrimaður hefir að byrjunarlaunum 2800
kr. á ári, en launin hækka árlega um 100 kr. í 4 ár,
upp í 3200 krónur á ári.
Á varðskipi með 700 hestafia vjel eða stærri skulu
laun vjelstjóra vera sem hjer segir:
Yfirvjelstjóri hefir að byrjunarlaunum 5000 kr. á
ári, er hækka á tveggja ára fresti um 200 kr., upp
í 5600 kr. á ári.
Undirvjelstjóri hefir að byrjunarlaunum 3800 kr.
á ári, er hækka á tveggja ára fresti um 200 kr., upp
í 4400 kr. á ári.
Þriðji vjelstjóri hefir að byrjunarlaunum 3000
kr. á ári, er hækka á tveggja ára fresti um 200 kr.,
upp í 3600 kr. á ári.
5