Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 77
75
V. Voru nú teknar til umræðu þrjár tillögur, sem
fjelagsstjómin hafði lagt fyrir fundinn.
Las form. upp fyrstu tillöguna, er hljóðaði svo:
„Fjelagsstjórninni heimilast hjer með að taka á
leigu herbergi, er nota mætti fyrir skrifstofu handa
fjelaginu, ef það fæst fyrir viðunandi verð“.
Gerði form. grein fyrir till. á þá leið, að stjórnin
væri nú á mesta verðgangi með fundarstaði; munir
fjelagsins og skjöl væri dreift hjer og hvar um bæ-
inn; væri að því tímatöf og hætta á, að skjölin
glötuðust. Nauðsynin á því, að fjelagið leigði sjer
skrifstofu væri fyrir löngu orðin mjög tilfinnanleg.
Fyrir því legði stjórnin nú þessa tillögu fyrir fund-
inn, að hún áliti rjett að fara nú að leita fyrir sjer
um leigu á skrifstofu.
Ýmsir tóku til máls um tillöguna og komu fram
raddir um það, hvort ekki væri hægt að nota her-
bergi í okkar húsi. Gaf form. þá skýringu, að húsi
fjelagsins væri þannig fyrir komið, að það væri ætl-
að einungis fyrir fjölskylduíbúðir, og svo lægi það
of langt frá miðbænum.
Till. var þvínæst borin undir atkv. og samþ. með
öllum greiddum atkv.
VI. Las nú form. upp aðra till. stjórnarinnar, er
hljóðaði svo:
„Með því að telja má fulla nauðsyn á því, að fje-
lagið hafi launaðan starfsmann í þjónustu sinni,
veitist fjelagsstjóminni heimild til þess að ráða
mann um ákveðinn tíma til þess að starfa að fjelags-
málum, ef hún sjer fjelaginu hag í því“.
Fylgdi form. till. úr hlaði með nokkrum orðum.