Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 78
76
Tóku þvínæst ýmsir til máls, þar á meðal G. J. Foss-
berg. Kvað hann það alls ekki vaka fyrir stjórninni
að taka fastan starfsmann nú þegar. Hann óskaði
þess, að meðlimirnir léttu undir með stjóminni, svo
að þess gerðist ekki þörf að kosta starfsmann fyrst
um sinn, því fjárhagurinn mætti illa við því. En
það, sem vekti fyrir stjórninni, væri það, að hafa
heimild aðalfundar til þess að ráða mann um stund-
arsakir, ef störfum væri svo háttað, að brýna nauð-
syn bæri til. Störfin ykjust með ári hverju, og vit-
anlega kæmi að því einhverntíma, að fjel. yrði að
hafa launaða menn. Hjer væri síst af öllu um fyrir-
hugað bitlingastarf að ræða. Eftir nokkrar umræð-
ur var till. borin undir atkvæði og samþ. með öllum
greiddum atkvæðum.
VII. Þriðja tillaga fjelagsstjórnarinnar var nú
tekin fyrir.
Las form. upp tillöguna, og hljóðaði hún svo:
„Þar eð telja má gagnlegt og enda nauðsynlegt,
að ársrit fjelagsins flytji sem fjölbreyttast efni og
fróðleik, er meðlimunum má að gagni koma, heimil-
ast fjelagsstjórninni að taka til birtingar í ritinu
greinar, er henni kunna að berast um teknisk efni,
þýddar eða frumsamdar, svo og annan fróðleik, er
hún telur gagnlegan og viðeigandi“.
Skýrði form. frá, hvað fyrir stjórninni vekti með
till. og svo frá fyrirkomulagi ritsins í fáum drátt-
um. Urðu litlar umræður um tillöguna, og var hún
síðan samþ. með öllum greiddum atkvæðum.