Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 79
77
Ó ú t k 1 j á ð m á 1:
VIII. Form. skýrði frá því, að enn væri óútkljáð
skuldaskifti við Magnús Guðbjartsson form. samn-
inganefndar við F. í. B. Hafði hann getið þess, að
sjer bæri samkv. fundarsamþ. greiðsla frá fjelaginu
fyrir þátttöku í nefndarstörfum. Hefði hann rnist
kaup um tíma vegna þeirra starfa. Hann kvaðst
hinsvegar mundu láta þetta fje ganga til Valdimars-
sjóðsins að frádreginni þeirri upphæð, sem fjelags-
sjóðui hefði þegar greitt fyrir hann upp í nafnabók
Valdimarssjóðs.
Lýsti form. yfir því, að mál þetta lægi þannig fyr-
ir, að heppilegast væri að fela stjórninni að gera upp
þessi skuldaskifti við Magnús. Urðu um þetta nokkr-
ar umræður, en till. form. síðan samþ. með samhlj.
atkvæðum.
IX. Var nú stjórnarkosning tekin fyrir (atkvæði
talin). Höfðu verið greidd aðeins 39 atkv.
Úr stjórninni áttu að ganga G. J. Fossberg og
Skúli Sivei'tsen. Fór kosningin þannig, að báðir voru
endurkosnir, Fossberg með 31 og Sivertsen með 28
atkv. Endurskoðendur félagsins voru og báðir endur-
kosnir, Ellert Árnason með 32 og K. T. Örvar með
31 atkv. Samkv. reglugerð um styrktarsjóð F. I. B.
átti að kjósa mann í stjórn hans, svo og varamann.
Var með öllum atkv. samþ. að fela sömu mönnum
sem áður þau störf áfram.
X. Brjef frá styrktarmálanefnd. Formaður las upp
brjef, sem fundinum hafði borist frá styrktarmála-
nefnd fjelagsins svo og afrit af bréfum, sem farið
höfðu á milli nefndarinnar og fjelagsstjórnarinnar.