Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 80
78
Gat nefndin þess í brjefinu, að sjer hefði lítill tími
unnist til starfa, og þar eð málið væri mjög um-
fangsmikið, legði hún til, að ný nefnd yrði kosin, og
starfaði hún næsta ár. Var því næst rætt nokkuð um
starfssvið nefndarinnar, uns tillaga kom fram frá
Jóhanni Jónssyni svohljóðandi:
„Ég legg til, að styrktarmálanefndin haldi áfram
störfum til næsta aðalfundar“.
Var tillaga þessi borin upp og samþ. með öllum
greiddum atkv.
Ný mál.
I. Jóhann Jónsson vakti máls á því, að í gildandi
samningum við F. í. B. væri ekkert tekið fram um
verð á bræðslusíld, sem % voru greiddar eftir, og
spurði, hvort ekki mundi hægt að fá ákveðið verð á
síld fyrir fram.
Formaður tók þá til máls og sagði, að það væri að
vísu rjett, að eigi stæði neitt ákveðið verð á bræðslu-
síld, en sama máli væri að gegna um fisk; alstaðar
væri miðað við gangverð. Mundi ekki auðvelt að fá
síldarverðið ákveðið fyrir fram, því síld væri sú vara,
sem mestum verðsveiflum væri háð,
Eftir nokkrar umræður var málið tekið út af dag-
skrá.
II. Jóhann Jónsson gerði fyrirspurnir til stjórnar-
innar um það, hvort nokkrar ráðstafanir hefðu verið
gerðar til sameiginlegrar þátttöku í alþingishátíð-
inni, og hvort samkomutjald hefði verið leigt á
Þingvöllum eða þ. u. 1. Fossberg gat þess, að engar
slíkar ráðstafanir hefðu verið gerðar, enda hefði fje-