Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 87
85
Vjelfræði I.
Úrlausnartími 3% klst.
1. Kolaforði skips nokkurs er 150 tonn. Á reynslu-
ferð, sem farin var, framleiðir vjelin 1600 hestöfl.
Kolaeyðslan er 0,8 kg. á hestaflsstund og hraði skips-
ins er 18 mílur. Hve löng er, hjer um bil, hin lengsta
vegalengd, sem skipið getur farið með 11 mílna
hraða?
2. Vjel, sem er 696 hestöfl (IHK), eyðir á hest-
aflastund (IHKT) 9,5 kg. af gufu. Hvert kg. af
gufu í eimsvalanum yfirfærir 555 h. e. til svala-
vatnsins og hitastig þess er, þegar það kemur úr
eimsvalanum 42°. Hitastig sjávarins er 15°. Hve
mörg tonn af svalavatni streyma um eimsvalann á
10 klst. ?
8. Teiknið Cochran’s auka-eimketil.
4. Teiknið vatnshæðarlása (Vandstandsbeslag).
Vjelfræði II.
Úrlausnartími 3V2 klst.
1. Ilinn sanni þrýstingur í eimkatli nokkrum er
15 kg/cm-’. Tilsvarandi hitastig er 197,2° C. Hitastig
veitivatnsins er 80°. Þurleiki gufunnar (Törheds-
graden) er 0,97 og gufueyðslan er 6,2 kg. á hestafls-
stund (IHKT). Starfstig ketilsins er 0,65. Kolin inni-
halda 87% kolefni, 3% vetni og 2,5% af sagga.
Finnið:
a) Hitagildið (Brændværdien).
b) Kolefnagildið (Kulstofværdien).
c) Stilliorkuna í mkg (Stillingsenergien).
d) Hina teoretisku eimni (Fordampningsevne).