Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 91
Nokkur orð um skipsskrúfuna
(propeller)
Engin uppfinning hefir breytt svo mjög aðstöðu
mannkynsins sem gufuvjelin. Og ætti að flokka
hin látnu mikilmenni fyrri alda eftir nytjaverkum
þeirra hjer í heimi, mundi James Watt bera höfuð
og herðar yfir þá alla.
James Watt var að vísu eigi sá fyrsti, sem reyndi
að smíða gufuvjel, en hann smíðaði fyrstu noihæfu
gufuvjelina, og fjekk einkarjett á henni í Englandi
árið 1769.
Á þessu sviði var James Watt forgöngumaður, og
verk hans svo þýðingarmikil, að meginreglur þær,
sem uppfinningar hans og endurbætur á gufuvjel-
inni byggðust á, munu vera í gildi um ókomnar aldir.
Allir þekkjum við hinn svokallaða D-skriðil; þenn-
an einfalda vjelarhluta, sem þó er svo mikilvægur,
fann Watt upp, ásamt eimsvalanum, aflmælinum o.
m. fl. Að vísu hafa þessi tæki verið mikið endurbætt
af snjöllum mönnum síðari tíma, og smíðuð með
ýmsum gerðum; en meginreglurnar eru þær sömu;
þeim verður ekki breytt, því þær eru settar sam-
kvæmt óbreytilegu náttúrulögmáli.
Eftir að gufuvélin var tekin til notkunar við iðn-