Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 92
90
rekstur í landi, leið ekki á löngu, áður en menn færu
að hugsa til að nota hana fyrir aflmiðil í vögnum
og skipum. Eigi tókst þó að smíða nothæfan gufu-
vagn fyr en eftir margra ára erfiði og ótal tilraunir.
Árið 1814 voru á Englandi smíðaðir gufuvagnar, sem
gengu eftir teinum, og notaðir við kolanámurnar; en
mesti merkisdagurinn í sögu gufuvagnsins er þó
áreiðanlega 6. október 1829, þegar hinn snjalii enski
vjelasmiður George Stephenson sigraði í keppni við
fjölda vagna á gufuvagni sínum, sem hann kallaði
„Rocket“; hlaut vagn hans bestu verðlaunin. Gufu-
vagn þessi vó aðeins 8 smálestir og var því dverg-
vaxinn í samanburði við nútímagufuvagna, sem vega
frá 50—100 smál. eða meira. Hann var þó nægilega
stór á þeim tímum og var notaður til farþegaflutn-
ings á fyrstu járnbrautinni, sem tekin var til notlc-
unar árið 1830 milli Liverpool og Manchester.
Gufuskipin tóku skjótari framförum en gufuvagn-
amir, og mun orsökin hafa verið sú, að gufuvjelar
þær, sem James Watt smíðaði fyrst, voru lágþrýsti-
vjelar með eimsvala. Voru þær hentugri til notkun-
ar í skipum en vögnum, því eigi var hægt að flytja
vatn með sjer á vagninum fyrir eimsvalann, en á
skipi var vatnið ávalt við hendina.
Tvær aðferðir voru notaðar til þess að láta gufu-
aflið knýja áfram skipin; annaðhvort voru höfð
skófluhjól á skipshliðunum eða skrúfa í afturenda
skipsins.
Þegar fram liðu stundir, voru gerðar margar til-