Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 94
92
flatarmálið á þverskurði af þeim hluta skipsins, sem
er undir vatnsborði miðskips, einnig- mælt í fer-
metrum. Stuðullinn f er breytilegur. Er hann þó
jafnan reiknaður 0,25—0,5, þ. e. a. s. að flötur
skrúfuhringsins á einskrúfuskipum er aldrei minni
en i/4 og aldrei stærri en '/•> af flatarmáli af áður-
nefndum þverskurði skipsins. Flatarmál þverskurð-
arins má finna með því, að teikna hann upp í
ákveðnum, nákvæmum mælikvarða og draga í hann
skiftilínur og finna meðalstærð hliðanna eins og á
venjulegum aflmælislínum. Eins má finna flatai’-
málið eftir teikningu af skipinu með flatarmæli
(Planimeter).
Önnur aðferð, sem finna má þetta flatarmál með
nokkurnveginn, er á þá leið, að reikna það 75% af
framkvæmi breiddar skipsins (mælt við vatnsflöt-
inn) og dýptar frá vatnsfleti að kili.
Sjeu fleiri en ein skrúfa á skipinu, er flatarmál
allra skrúfuhringanna samanlagt aldrei minna en
25% cg aldrei meira en 50% af flatarmáli þver-
skurðar af þeim hluta skipsins, sem er niðri í sjón-
um, mælt miðskips.
Dæmi: Hve stór er skrúfuhringurinn á skipi, sem
er 5 m breitt í sjólínunni og 2 m djúpt frá sjólínu að
kili, þegar tilraunir hafa leitt í ljós, að stuðullinn f
er hæfilega reiknaður 0,35? Flatarmál þverskurðar-
ins af þeim hluta skipsins, sem er niðri í sjónum,
verður þá: A = 5X2X0,75 = 7,5 fermetrar. Flatar-
mál skrúfuhringsins Ai = 7,5 X 0,35 = 2,625
ferm.