Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 95
93
Viti maður flatarmál hrings, má finna þvermái
hans eftir einhverri af neðanskráðum reglum: d =
, d = Y1,278 . Flatarmálið, d = 1,128 .
V Flatarm.
Sé þvermál skrúfunnar reiknað eftir síðustu regl-
unni, er d = 1,128 • |/^625 = 1,128 • 1,6202 = 1,8
m. Breidd skrúfublaðanna er eigi síður mjög mikil-
vægt atriði, og um það hafa og fundist sæmilega
áreiðanlegar reglur með tilliti til stærðar skipsins
miðskips og hraða, snúningshraða vélarinnar, hest-
orku o. s. frv. Er talið hæfilegt, að breidd skrúfu-
blaðsins sé */4 af þvermáli skrúfuhringsins, og að
flatarmál allra blaðanna öðrumegin samanlagt sé 0,3
af fleti skrúfuhringsins.
Skrúfuflöturinn er stærri eða breidd blaðanna
hlutfallslega meiri á hraðgengum skrúfum en þeim,
sem snúast hægt. Á stórum skrúfum eru venjulega
4 blöð; á minni skrúfum eru þau oft 3 ,og á mjög
litlum aðeins 2. Á venjulegum verslunarskipum eru
ávalt 4 blaða skrúfur. Á bátum með t. d. 15—20
hestafla benzínvélar, er snúast mjög hart, eru ein-
ungis notaðar 2 blaða skrúfur. Tilraunir hafa verið
gjörðar með skrúfur með fleiri en fjórum blöðum, en
þess háttar skrúfur hafa ekki reynst hagkvæmar.
Stærð 8krúfunnar í hlutfalli við I. H. K. vélarinnar
er stundum reiknuð eftir neðanskráðri reglu, sem
reynslan hefir sýnt, að er nærri sanni:
d = • j/ k ; d = þvermál skrúfunnar. V
= hraði skipsins i sjómílum á kl.st. H = I. H. K.
V-
Flatarm.
0.7854