Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 96
94
vélarinnar. K = stuðull, sem ávalt er minni en 1.
Getur hann legið á milli 0,55 og 0,85. Tölugildið 0,55
er hæfilegt fyrir lítil og hraðskreið skip, með mikið
vélaafl í hlutfalli við særými (displacement) þeirra.
Aftur á móti er talan 0,85 notuð við stór skip og
hæggeng með lítið vélaafl í hlutfalli við særými. Dæmi:
Hve stórt verður þvermál skrúfunnar á 120 hestafla
vél, ef K er reiknað 0,6, og hraði skipsins á að vera
9 sjómílur á kl.st.
-0,1254 • VT5Í5 - 0,1254 •
d =
14,14 = 1,77
m.
Hraði skrúfunnar.
Hraði skrúfunnar er mjög mismunandi á skipum.
í hreyfllbátum er snúningshraðinn frá 300-—800 á
mín. og stundum jafnvel meiri. í verslunarskipum
með strokkvélar er hraðinn venjulega frá 70—150
snúningar á mín. I stórum fólksflutningsskipum fer
skrúfaii venjulega undir 100 snúninga á mín.
Orkuþörf xkipsins.
Orkan, sem fer til þess að knýja skip áfram, vex
með hraða þess i þriðja veldi. Er því auðséð, að
geysistórar vélar þarf til þess að knýja hin stóru og
hraðskreiðu farþegaskip, og verður stærðarmunurinn
mikill á vélum þeirra og venjulegra flutningaskipa.
Samkvæmt enskum tilraunum má reikna orkuþörf
skips með ákveðnum hraða eftir neðanskráðri reglu:
V3 VD2~
H = •; g ; H = I. H. K., V = hraðinn í sjó-