Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 98
96
Með því að bera saman þessi þrjú dæmi, er fljót-
séð, að orkuþörfin vex mjög ört með auknum hraða.
Særými (displacement).
Með særými skipsins er átt við rúmtak þess vatns,
sem það þrýstir frá sér, og vegur það vatn jafn
mikið og skipið með því sem í því er. Má finna
þunga vatnsins með því, að reikna út rúmmál þess
hluta af skipinu, sem er undir vatnsfleti. Einn rúm-
metri svarar þá sem næst til einnar smálestar í sæ-
rými. Sé reiknað í enskum fetum, samsvara 35 rúm-
fet 1 smálest.
Þetta má reikna á þann hátt, að nokkrir þver-
skurðir af þeim hluta skipsins, sem er undir vatns-
línu, teknir á mismunandi stöðum, eru reiknaðir út,
og fundið meðal flatarmál þeirra; er það svo marg-
faldað með lengd skipsins, mældri við vatnslínu.
Pramkvæmið er rúmmálið, þ. e. særými skipsins.
Særýmið má og reikna nokkurn veginn rétt eftir
þeBsari reglu: S = L. B. E. K.
S = Bærými, L = lengd skipsins í vatnslínu I m.
B = breidd skipsins í vatnslínu í m., E = dýpt í
m. frá vatnslínu að kili, þar sem það er dýpst, K
= stuðull, sem altaf er rninni en 1, venjulega 0,6.
Dæmi: Hvað er særými skips, sem er 40 m. langt
og 8 m. breitt i vativslínu og 2,4 m. frá vatnslínu
að kili? S = 40 • 8 • 2,4 • 0,6 = 460,8 = ca. 461
smálest.
Dæmi: Hvað er særými skips sem er 120 fet á
lengd og 24 fet á breidd, mælt í vatnsl., og 8 fetfrá