Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 100
Eimskip eða Dieselvélaskip
Það hafa lengi verið skiftar skoðanir um það,
hvort væri hagkvæmara að nota Dieselvjelar eða
eimvjelar í skip.
Margir útgerðarmenn í heiminum halda ennþá
dauðahaldi í eimvjelina, þó aðrir, sem í’eynt hafa,
álíti Dieselvjelina miklu fremri, bæði um spamað
og fleira.
Þar til í lok ófriðarins hafði eimvjelin fullkomlega
yfirhöndina, en reynslan hefir sýnt, að síðan hefir
Dieselvjelin tekið undraverðum framförum og er
hún nú, að því er virðist, búin að ná yfirhöndinni á
heimsmarkaðinum.
Þetta má sjá á því, að árin 1923 til 1929 hefir
smálestatala Dieselvjelskipa heimsins aukist úr
236000 smál. upp í 1130475 smál., og þessu heldur á-
fram, að því er best verður sjeð, því í byrjun þessa
árs voru samtals 2289000 smál. Dieselvjelskipa í
smíðum, eða meira en helmingi fleiri smál. en til
voru 1929.
Hvernig notkun Dieselvjelarinnar skiftist niður á
ýmsar tegundir skipa, má sjá á eftirfarandi tölum.
Af 351 skipi, sem í byrjun þessa árs var í smíðum
í heiminum, voru 40 skip, samtals 470000 smál., ætl-