Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 107
105
3. Reksturskostnaður o. fl.
a) Eldsneyti og vjelaolíur:
Við samanburð á eimskipum og hreyfilskipum
flaska menn oft á því, að reikna með eyðslunni á
1- H. K. á klst. Kemur þá fram all-veruleg skekkja.
Hér verður bæði að taka tillit til starfsstigs vjelar-
innar (þ. e. mekanisk virkningsgrad) og starfstigs
skrúfunnar (propell-virkningsgrad).
Starfsstig (mek. virkn.gr) eimvjelar um 3000 I.
H. K. má reikna um 88% og lítið eitt hærra fyrir
stærri vjelar. En notagildi venjul. 4-gengis diesel-
vjela er um 75% og 2-gengis lítið eitt lægra.
Samanburður á skrúfunotagildinu (propell-virk-
ningsgrad) er erfiðari, því það breytist allmikið á
sama skipi eftir aðstöðumun, veðri o. fl. Eimvjel af
áðurnefndri stærð gengur venjulega 70 sn. á mín-
útu, en venjulegur sn.hraði á tvígengiseim-skrúfu-
hreyfli sömu stærðar er 100 sn. og á fjór-gengis-
hreyfli 120 sn., og lækkar skrúfunotagildið í hlutfalli
við það. Á tvískrúfu-skipum er sn.hraðinn venjulega
enn hærri og skrúfunotagildið þá að sama skapi
lægra. iSje meðal skrúfunotagildi með venjulegum
fullum hraða á fermdu skipi reiknað fyrir eimskip
64% og fyrir einskrúfuhreyfilskip 60%, en tvískrúfu
hreyfilskip 57%, mun hlutfallið verða nálægt sanni.
Eimvjel, sem er 3000 I. H. K., gefur eftir framan-
töldu 3000X0,88X0>64 — ca. 1700 starfandi eða út-
komuhestorkur (eff. h. k.).
Til þess að fá sömu starfandi hestorku með 1-