Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Blaðsíða 108
106
skrúfuhreyfli þyrfti um = 3800 I. H. K. og
með 2- skrúfuhreyfli um 4000 I. H. K.*
Fyrir fullkomlega nýtísku eimvjelar má nú gera
ráð fyrir 620—650 gr. af kolum eða um 430 gr. af
olíu á I. H. K. á klst. ef vikavjelar eru taldar með.
Fyrir hreyfla er venjulega gert ráð fyrir 200 gr.
á A. h. k. á kl.st., en hjer 190 gr. á A. h.. k. á kl.st.
eða 140 gr. á I. II. K. á kl.st. Eldsneytiseyðslan, sem
samsvaraði ofantalinni áhrifahestorku, yrði því á
e i m s k i p u m nálægt 46 smál. af kolum eða 31
smál. af olíu. Fyrir 1-skrúfuhreyfilskip
yrði eyðsla um 13 smál. af dieselolíu og fyrir 2-
skrúfu hreyfilskip um 13,5 smál. af dieselolíu. Þungi
eldsneytisins, sem eyðist í nýtísku eimskipi með kola-
brenslu verður því um 3,5 og með olíubrenslu um 2,4
sinnum meiri en í hreyfilskipi af sömu stærð og með
sama hraða.
Útgjöld fyrir eldsneytið eru jafnan á alt annan veg,
því þau eru eingöngu komin undir þvi, hvar elds-
neytið er tekið. í hreyfilskipum verður einnig að
gera ráð fyrir töluvert meiri útgjöldum fyfir vjela-
olíur. Það má því telja hæfilegt, að reikna verð
dieselolíunnar 3,5 sinnum hærra en kolaverðið og 2,4
sinnum hærra en verðið á ketilbrensluolíu (fueloil),
til þess að reksturskostnaðurinn (eldsneyti og vjela-
olíur) verði jafn kostnaði við hreyfilskip og nýtísku-
eimskip.
*) Við samanburð lætur það mjög nærri, að leggja í.
H. K. eimvjelarinnar að jöfnu við A. H. K. hreyfla.