Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 111
109
450.000 meira en eimskip sömu stærðar og með
sama ganghraða. Sjeu vextir, afborganir og vátrygg-
ing reiknað 17% af stofnkostnaðinum, nemur þessi
útgjaldaliður alls um 76.000 meira árlega l'yrir
hreyfilskip en eimskip.
Sje nú tekinn eldsneytisforði í New York til 30
daga ferðar, og ef eldsneytiseyðslan á dag er eins og í
áðurnefndu dæmi, þ. e. 31 smál. „fuel-oil“ eða L3
smál. af dieselolíu og verðið 6,80 og 14 dollara smá-
lestin, verður kostnaðurinn við e i m s k i p i ð 930
smál. á 6,80 dollara = 6324 dollarar og við hreyfil-
skipið 390 smál. á 14 dollara = 5460 dollarar. Mis-
munurinn yrði 864 dollarar, og samsvarar það nál.
kr. 3300,00*). En úgjöld til vaxta, afborgana og vá-
trygginga verða um kr. 6000,00 hærri í þessa 30
daga við hreyfilskipið, auk kostnaðarmunar við
vjelaolíur. Hinsvegar getur hreyfilskipið ef til vill
tekið dálítið meiri farm. Sje alt reiknað, mun kostn-
aður við eimskip og hreyfilskip verða nokkurnveg-
inn eins í áminstu dæmi.
Eigi að svara spurningunni um það, hvort velja
skuli eimskip eða hreyfilskip, verður að taka til
greina, hvar skipið á að nota.
Þurfi 3000 smál. skip til Evrópuferða, verður eim-
skipið ódýrara. Sé um skip að ræða, sem víðar fara,
mun hreyfillinn yfirleitt verða hagkvæmari.
Ofannefnd dæmi eiga við vöruflutningaskip. En
*) Norskar kr.