Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 39
Hvar sem þrautir þjaka, þig ég heyri biðja: Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar? Já, þinn vil ég vera, vígja þér mitt hjarta, láta ljós þitt bjarta leiða, blessa mig. (Sigurbjörn Einarsson.) Þín Klara Hödd Ásgrímsdóttir. Hann afi Hreiðar var mikill húm- oristi og eldsnöggur með hnyttin til- svör, hann sagði t.d. við okkur síð- ustu helgina sem hann lifði, að hann væri bara í „letikasti“. Enginn var ólíklegri en hann til að vera í leti- kasti, sem dæmi má nefna að þegar hann var flytja í Norðurbrú, þá far- inn að nálgast tíræðisaldurinn, hljóp hann frekar upp stigann eina hæð, berandi kassa, í stað þess að bíða eftir lyftunni, „hún er svo lengi á leiðinni“, sagði hann. Á aðfanga- dagskvöld í fyrra, þegar hann og amma Dísa voru hjá okkur, fór hann með Gilsbakkaþulu blaðalaust, geri aðrir betur. Hann lærði sjálfur að lesa og var orðinn læs 5 ára. Hann var víðlesinn og aflaði sér fróðleiks og vitneskju, með áhuga á stjórn- málum og sögu, og með óbeit á öll- um höftum og stjórnsemi ríkisvalds. Það var sérlega gaman að koma til afa og ömmu í sumarbústaðinn þeirra. Þar var allt til alls, t.d. spýt- ur, naglar, hamar og sög, og alltaf var afi Hreiðar nálægur til að hjálpa og hrósa, þá fór hann gjarnan með vísur eða sagði okkur sögur. Það var líka gaman að ganga um trjá- lundinn hans og hlusta á hann segja okkur frá trjánum sínum, sem flest voru úr landinu og eitthvað veikluð, en hann annaðist þau þangað til þau urðu að fallegum trjám. Um daginn, þegar eitt okkar átti í basli með ljóðaáfanga í íslensku, las afi Hreið- ar ljóðin fyrir okkur og í einu vet- fangi var eins og þau fengju líf og þýðingu. Ljóðaáfanginn var ekki erfiður eftir þetta. Afi hélt mikið upp á Stein Steinar og Magnús Ás- geirsson og við höfðum gaman af að lesa upp úr ljóðum þeirra fyrir hann, þegar hann var orðinn veikur. Afi Hreiðar talaði stundum um „gamla fólkið“, af fullkominni virð- ingu að sjálfsögðu, en virtist ekki gera sér grein fyrir að hann var kannski að tala um fólk sem var mun yngra en hann. Hann átti það líka til að segja að „sumir ættu ekk- ert að vera að keyra“, þegar einhver keyrði fullhægt að hans mati. Síð- asta ferð þeirra ömmu upp í sum- arbústað var núna í september, stuttu fyrir 92. afmæli hans, þá keyrði hann að sjálfsögðu. Afi Hreiðar var nefnilega enginn með- almaður. Minningin um yndislegan afa og góðan vin mun lifa með okkur. Örn, Þórdís Sesselja, Ólafur Hreiðar og Erlendur Ólafsbörn. Elsku afi Hreiðar. Mig tekur sárt að kveðja þig en ég reyni að hugga mig við þær ótal góðu minningar mínar sem tengjast þér –allt frá því ég var smástrákur hjá ykkur ömmu þar sem útloftið á Eið- istorgi var líkt og ævintýraland fyrir okkur krakkana, Dropi, ísinn í fryst- inum, sumarbústaðurinn, sundferðir og svo ótalmargt sem við gerðum saman. Ég hef alltaf horft mikið upp til þín og er stoltur af því að geta sagst vera kominn af höfðingjum líkt og þér. Það sem einkennt hefur þig frá því ég man eftir mér er kraftur, sjálfstæði, sjálfsöryggi, húmor og ósérhlífni. Ég er mjög glaður yfir því að hafa fengið að kynnast þér, en mér þykir leitt að mín börn munu ekki kynnast þér líkt og ég. Einhvern veginn fannst manni ekkert eðli- legra en þú yrðir 120 ára. Þú hvarfst yfir móðuna miklu og eftir stöndum við sorgmædd, en minningin um þig og öll þín góðu verk mun lifa áfram. Ég mun sakna þín. Kveðja, Hrannar. Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Með nokkrum orð- um viljum við kveðja Helga fóstra okkar. Við kynntumst Helga fyrst fyrir rúmum tuttugu árum þegar hann biðlaði til móður okkar. Okkur leist strax vel á manninn enda myndarlegur og bauð af sér góðan þokka. Stór hópur unglinga fylgdi þessari nýju sambúð og var því oft kátt á hjalla en einnig stöku stríð. Ótrúlega þolinmæði sýndi Helgi þessu stóði, en þeim hjónum tókst að lokum að koma öllum á legg og senda eitt af öðru úr hreiðrinu með gott veganesti í far- teskinu. Þó hópurinn væri floginn úr hreiðrinu leituðu allir þangað eins oft og tími gafst en fátt var betra en að koma heim á hótel Tótu og Helga sem einkenndist af mikilli ást, hlýju og hamingju. Margar skemmtilegar umræður og stundir áttum við þar saman, en þar var margt látið flakka og allt milli him- ins og jarðar rætt. Helgi var mikill fræðimaður og var bókin aldrei langt undan. Meira að segja las hann stundum í gegnum augnlokin en var engu að síður með allan sögþráðinn á hreinu. Hann hafði gaman af því að segja sögur þar sem ávallt var stutt í húmorinn og brá þá gjarnan fyrir sig setningum úr latínu til að leggja áherslu á mál sitt. Sérstak- lega kætti það hann mikið þegar hann horfði í skilningsvana svip okkar í kjölfarið. Ávallt var hægt að leita í viskubrunn hans sem var sérstaklega vinsælt þegar þurfti að leggja saman tvo og tvo eða „snakke dansk“ fyrir próf í skól- anum. Takk fyrir það. Helgi fóstri var mörgum kostum gæddur en umfram allt var hann traustur og góður maður sem við systkinin verðum ávallt þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku Helgi, hvíl þú í friði. Guðný og Hrefna. Elsku afi. Þú studdir mig alltaf og ég gat alltaf komið til þín til þess að fá ráð, þú vissir allt um allt. Mér finnst ég hafa verið svo heppin að kynnast svona góðum, gáfuðum og yndislegum manni eins og þér. Allir sem hafa kynnst þér eru mjög heppnir að hafa fengið að kynnast svona góðum manni. Ég á eftir að sakna þín svo mikið en kannski var bara þinn tími kom- inn, þú varst búinn að gefa svo mikið af þér, svo mikla orku og gáfur, þú varst svo örlátur en stóðst samt alltaf á þínu. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og hlusta á fimmaurabrandarana þína. Ég mun sakna þeirra mikið. Næst þeg- ar ég kem til ömmu mun heldur enginn segja mér að hysja upp um mig buxurnar. Ég mun líka sakna Helgi Þorsteinsson ✝ Helgi Þor-steinsson fæddist í Sauðlauksdal, Pat- reksfirði, 13. sept- ember 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 25. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 5. desember. þess. Ég vil bara segja við þig: Bless, elsku afi minn, ég elska þig rosalega mikið og ég vona að þér líði vel núna. Þín afastelpa, Sunneva Björk. Helgi lauk lífinu eins og hann hafði lif- að því, fallega, rólega og virðulega. Hún var ekki löng banalegan hans Helga, en þegar hann skildi við gerðist það á fallegan, rólegan og virðulegan hátt með þá allra nán- ustu hjá sér. Og þessi orð, fallegt, rólegt og virðulegt – koma upp í huga mínum – aftur og aftur – þeg- ar ég hugsa til elskulegs mágs míns en ég naut þeirrar hamingju að þekkja hann í rúm tuttugu ár. Ég ætla ekki hér að rifja upp æviágrip Helga – til þess eru aðrir betur fallnir. Ég vil aðeins þakka Helga samfylgdina og minnist með mestu ánægju allra góðra stunda. Ég kynntist Helga í Kaup- mannahöfn þar sem systir mín kynnti mig fyrir tilvonandi manni sínum. Þau voru svo ástfangin að það var ánægja að sjá þau saman og fallegri brúðhjón hef ég ekki séð! Við tókum öll andköf í kirkj- unni þegar þau komu gangandi upp kirkjugólfið, Helgi og Tóta, í litlu Vallarkirkjunni rétt hjá Dalvík – því þau voru svo falleg og fín, ham- ingjan geislaði af þeim. Og þetta ástand hélst í rúm 21 ár eða þang- að til Helgi varð að gefast upp fyrir krabbaklónni sem hafði bitið sig fasta. Þau voru alla tíð mjög sam- heldin, hvort sem um var að ræða barnauppeldi, atvinnumál eða stóra áhugaefnið: Matargerð. Þau eru ófá matarboðin sem öll fjölskyldan og allir vinirnir hafa notið góðs af. Helgi var venjulega rólegur og stilltur en átti til að vera hrókur alls fagnaðar á fjölskyldumótum. Það var alla tíð mannmargt á heim- ili systur minnar og Helga, enda áttu þau sex börn frá fyrri hjóna- böndum. Börn, sem nú hafa gefið foreldrum sínum barnabörn, barnabörnin sem nú eiga erfitt með að skilja hvar afi Helgi sé. Sl. sumar var ég í sumarleyfi heima og bjó eins og svo oft áður, hjá Helga og Tótu. Þá var það Tóta sem var veik og lá á sjúkrahúsi í Reykjavík í nokkra daga. Þá fór Helgi með mig í „sightseeing“ á Akureyri, nokkuð sem ég hafði mjög gaman af. Í hvert skipti sem við ókum fram hjá Frímúrarahöll- inni sagði Helgi: Þetta er félags- heimilið mitt! Við vorum bæði með sykursýki og Helgi var nú ekki lengi að snúa hinum daglegu blóð- sykursmælingum okkar upp í grín og gaman. Við áttum sameiginlegt áhugaefni, nefnilega að lesa – og þá voru góðar glæpasögur vinsælt sumarlesefni hjá okkur, hinir svo- kölluðu „múrsteinar“ á dönsku, sem ég færði Helga og las hann úti í sólinni í sumar, á fína pallinum við húsið í Skálagerðinu. Ég minn- ist þessara vikna á Akureyri í sum- ar með mikilli ánægju og ekki datt mér í hug að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi mág minn. Nú er hann allur en hann lifir áfram í hjarta okkar allra sem elskuðum hann. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til allrar fjölskyldunnar. Blessuð sé minning Helga Þor- steinssonar. Guðný Bergsdóttir. Helgi föðurbróðir minn var á sjöunda ári þegar hann yfirgaf bernskustöðvarnar ásamt móður sinni Guðrúnu. Faðir hans séra Þorsteinn í Sauðlauksdal hafði far- ist með vélskipinu Þormóði í febr- úarmánuði árið 1943. Þau mæðgin fluttu brott ásamt Jónu systur Helga til Keflavíkur, fæðingarbæj- ar móðurinnar. Eldri systkinin, Guðrún, Bragi og Baldur höfðu hleypt heimdraganum og haldið til náms. Hið hörmulega Þormóðsslys lagði ekki einungis líf prestsfjöl- skyldunnar í Sauðlauksdal í rúst, heldur lamaði byggðarlög og gistu hina votu gröf margir framámenn að vestan. Fram að þessu hafði Helgi alist upp á prestsetrinu í Sauðlauksdal, sem var héraðs- og menningarset- ur sveitarinnar. Heimilið var mannmargt, kaupafólk á sumrin og margir áttu húsaskjól veturlangt. Séra Þorsteinn hélt úti skóla og dvöldu nemar sem gengu til spurn- inga á prestssetrinu. Í Keflavík hafði smiðsdóttirin Guðrún átt góða æsku og þar fór vel um mæðginin á myndarheimili hjónanna Elínar systur Guðrúnar og Guðmundar sparisjóðsstjóra. Varð dvölin lengri en til stóð því Elín lést þremur árum síðar og varð Guðrún ráðskona á heimilinu. Helgi fetaði í fótspor bræðra sinna og hélt til náms við Mennta- skólann á Akureyri og varð sannur Norðanmaður. Heimavistin var honum sem annað heimili. Helgi var námsmaður, jafnvígur á hug- og raunvísindi. Hann nam við Há- skólann dönsku og stærðfræði og lauk kennaraprófi. En Norðurland togaði og 23 ára varð hann skóla- stjóri á Dalvík og settist þar að með fyrri konu sinni Svanhildi Björgvinsdóttur og eignuðust þau dæturnar Yrsu og Ylfu. Á Dalvík varð hann síðar bæjarritari og rak eigin bókhaldsstofu. Helgi var hæfileikaríkur, en að sama skapi fremur hlédrægur. Hann var fróður og víðlesinn og nánast ósigrandi í spurningaleik í útvarpinu á árum áður. Í raun hittumst við Helgi frændi ekki svo oft og ég kynntist honum öðrum þræði í gegnum ömmu mína Guðrúnu, sem ljómaði er hún talaði um strákinn fyrir norðan, en á milli okkar Helga var alltaf taug. Hann var langyngstur föðursystkinanna og bæði bárum við nafn langömmu Helgu á Þverá, sem orð fóru af sökum mannkosta. Hann flutti andblæ höfuðstaðar Norðurlands þegar komið var í bæinn og heils- aði á norðlensku „sæl frænka“. Helgi sótti ekki oft mannamót okk- ar suður, en hringdi stundum. Minnisstætt er símtal fyrir um tveimur áratugum þegar hann hamingjusamur sagði frá Tótu, sinni mætu konu Þórunni Bergs- dóttur, skólastjóra á Akureyri. Þau voru sem sköpuð fyrir hvort annað, samhent og nutu lífsins með börn- um sínum og barnabörnum. Starfsvettvangur Helga á Akur- eyri síðustu árin varð hans kæri Menntaskóli, við kennslu uppá- haldsfagsins, stærðfræði. Hann þótti góður og vinsæll kennari. Helgi sótti einnig félagsskap í frí- múrararegluna. Síðasta upphringing frá Helga var tæpri viku fyrir andlát og var okkur báðum ljóst að hverju dró. Hann spurði um mig og mína af áhuga og hvatti til dáða. Tók örlög- um af æðruleysi og talaði um Tótu og börnin, sem vöktu yfir honum þar til hann kvaddi. Við biðjum Helga blessunar á nýjum vegum. Helga Bragadóttir. Kæri Helgi Þorsteinsson. Þá er komið að kveðjustund. Ég hef orð- ið þess aðnjótandi að þekkja þig í tíu ár. Þú háðir mikla baráttu við illvígan sjúkdóm sem hafði betur. Síðustu mánuði varst þú orðinn mjög þreyttur og þróttlaus vegna veikindanna og þráðir hvíldina. Þú varst ljúfmenni mikið. Ætíð er mig bar að garði sast þú í stóln- um þínum með bók í hönd, jafnt fræðibækur sem skáldsögur. Þú varst hafsjór af fróðleik. Það var sama hvar maður bar niður, alltaf hafðir þú með svör á reiðum hönd- um og mun ég ávallt minnast þín sem fróðasta manns sem ég hef kynnst. Með þessum orðum kveð ég þig, Helgi, og er viss um að þú ert laus undan þjáningum þínum og kominn á þann stað sem algóður Guð geymir þig og hvílir. Steinar Smári. Kveðja frá samstúdentum 1956 Helgi, vinur okkar, Þorsteinsson hefur kvatt þennan heim eftir að hafa karlmannlega háð langa og undir lokin snarpa baráttu við ill- kynja sjúkdóm. Leiðir okkar Helga lágu fyrst saman haustið 1952 þegar rúmlega tveir tugir ungmenna úr ýmsum áttum og landshlutum söfnuðust saman í kennslustofu í kjallara Menntaskólans á Akureyri. Kynnin urðu ekki náin í upphafi því það tók nokkurn tíma að hrista hópinn saman. En næstu vetur fengu þau að þróast og þroskast í vináttu. Þegar svo nokkrir æðikollar fengu þá hugmynd að endurreisa leik- félag skólans gekk prestssonurinn frá Sauðlauksdal fram fyrir skjöldu og tók ekki einasta að sér að stíga á svið heldur einnig að gerast gjaldkeri þessa áhættufyrirtækis. Ekki svo að skilja, að nokkru þeirra, sem þarna komu að málum, hefði eitt augnablik dottið í hug orðið áhætta. Það orð fannst ein- faldlega ekki í orðabók okkar, enda var himinninn heiður og blár þessa daga, líka í skammdeginu og sjá, sýningar urðu margar og alltaf troðfullt hús. Það er enda ljúfsárt að minnast þess þegar horft var á eftir þér skokkandi niður Eyrar- landsveginn með gömlu brúnu skjalatöskuna, troðfulla af seðlum á leið í Landsbankann að leggja inn ágóðann að lokinni sýningarhelgi. Það var stolt í göngulaginu. Að loknu stúdentsprófi í júní 1956 nutu nokkrir félaganna sam- vista áfram við framhaldsnám, en síðan skildi leiðir um tíma. Við vorum tíu samstúdentar frá 1956, sem smám saman kusu að eiga starfsvettvang á Norðurlandi, allt frá Ólafsfirði austur til Mý- vatnssveitar með viðkomu í Hrísey og Laufási og loks kúvendingu heim að Hólum. Fjórir þeirra eru nú fallnir í valinn. Þegar líða tók á starfsævina kus- uð þið hjón að flytjast til Akureyr- ar og þá tókust kynni aftur. Þótt ekki kæmum við reglulega saman urðu endurfundirnir hlýir og skemmtilegir. Fyrir það er ég þakklátur. Fyrir hönd okkar eftirlifandi samstúdenta þakka ég samfylgdina og flyt aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Ég minnist þess líka frá skóla- árunum, að gamli latínugráninn sem einn vetrarpart fyrir margt löngu reyndi að kenna okkur reiknihausum í stærðfræðdeild kórrétt undirstöðuatriði latneskrar málfræði, gerði heiðarlega tilraun til þess að hissa lítið eitt upp menn- ingarbraginn á okkur með því að segja hvernig við ættum að kveðja látinn vin að lærðra manna hætti. Ég ætla mér þó ekki þá dul að geta í dag, fimmtíu og fimm árum síðar, haft þau orð eftir. En hitt man ég vel þegar karlinn staðnæmdist allt í einu við borðið þitt, laut aðeins höfði, drap hendi á nefbroddinn og sagði „Nah, nah. Lesa, góði, lesa“ og tyllti um leið öðru lærinu ofan á opnar „versionirnar“. Úr þeim brimskafli eins og öðrum komst þú teinréttur. Því verða kveðjuorðin einfald- lega: Hvíl þú í friði, vinur. Magnús Stefánsson  Fleiri minningargreinar um Helga Þorsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku pabbi. Ég fékk þig í vöggugjöf. Frá því ég man hefur þú verið hluti af mér. Á milli okkar er taug. Á þessa taug hef ég þrætt allar perl- urnar sem þú gafst mér. Perl- urnar hafa að geyma litlar sögur um mig og þig. Perl- urnar eru fjársjóðurinn minn. Far vel, elsku pabbi. Þín, Yrsa Hörn. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.