Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 ✝ Guðmundur Rún-ar Júlíusson fædd- ist í Keflavík 13. apríl 1945. Hann lést af völdum hjartaáfalls á bráðamóttöku Land- spítalans föstudaginn 5. desember. For- eldrar hans voru Júl- íus Eggertsson múr- arameistari, f. 12.7. 1904, d. 23.11. 1985, og Guðrún Stef- ánsdóttir Bergmann, f. 27.10. 1908, d. 27.4. 1989. Systkini hans eru Guðlaug Bergmann Júlíusdóttir, f. 1936, eiginmaður hennar er Val- geir Helgason, f. 1937, og Ólafur Eggert Júlíusson, f. 1951, eiginkona hans er Svanlaug Jónsdóttir, f. 1953. Rúnar kvæntist æskuástinni Maríu Baldursdóttur, f. 28.2. 1947, hinn 28.2. 2007. Foreldrar hennar; Baldur Þórir Júlíusson, f. 15.9. 1909, d. 2.11. 1996, og Margrét Hannesdóttir, f. 27.12. 1921. Synir Rúnars og Maríu eru: 1) Baldur Þórir Guðmundsson, f. 27.7. 1964, markaðsstjóri og tónlist- armaður. Eiginkona Þorbjörg Mar- grét Guðnadóttir, f. 14.12. 1965, leik- skólakennari. Börn þeirra eru Keflavík sem nefnist í daglegu tali Upptökuheimilið Geimsteinn. Rún- ar starfrækti hljóðverið og útgáfu- fyrirtækið til hinsta dags. Hann gaf út um 250 hljómplötur með fjölda listamanna. Fyrir fáeinum dögum kom út þriggja platna safnútgáfan Söngvar um lífið 1966-2008 þar sem Rúnar flytur 72 þekktustu lög- in frá ferlinum. Rúnar sinnti fé- lagsstörfum tónlistarmanna og út- gefenda af miklum móð og sat m.a. í stjórn SFH, FTT og fulltrúaráði STEFS. Einnig sat hann í skóla- nefnd Tónlistarskólans í Keflavík um tíma. Rúnar beitti sér mjög fyr- ir stofnun Poppminjasafnsins sem nú er starfrækt í Reykjanesbæ og var starfsmaður Hljómahallarinnar sem opnuð verður á næsta ári. Rún- ar var einn dáðasti rokkari lands- ins og kom árið 2005 út ævisaga hans Herra Rokk, sem Ásgeir Tóm- asson skrásetti. Rúnar var Lista- maður Reykjanesbæjar frá árinu 2005 og í ár fékk hann Heið- ursverðlaun Íslensku tónlistarverð- launanna. Útför Rúnars fer fram í dag frá Keflavíkurkirkju og hefst athöfnin kl. 14.00. Útförinni verður einnig sjónvarpað í Duus-húsum í Reykja- nesbæ og Fríkirkjunni í Reykjavík. Björgvin Ívar, f. 1986, María Rún, f. 1990, og Ástþór Sindri, f. 1995. 2) Júlíus Freyr Guð- mundsson, f. 22.9. 1971, framkvæmda- stjóri og tónlist- armaður. Eiginkona Guðný Kristjánsdóttir, f. 7.3. 1967, leiðbein- andi. Börn þeirra eru Kristín Rán, f. 1992, Brynja Ýr, f. 1998, og Guðmundur Rúnar, f. 2003. Rúnar var kunnur knattspyrnumaður á unglingsárum sínum og varð Íslandsmeistari með Keflavíkurliðinu 1964 áður en hann sneri sér alfarið að tónlistinni. Rún- ar kom víða við á löngum ferli og var í mörgum landsþekktum hljóm- sveitum, s.s. Hljómum, Trúbroti, Lónlí Blú Bojs, Geimsteini, Áhöfn- inni á Halastjörnunni og GCD. Hin síðari ár gerði hann út hljómsveit undir eigin nafni, Rokksveit Rúnars Júlíussonar. Rúnar stofnaði hljóm- plötuútgáfuna Geimstein árið 1976, sem er í dag elsta hljómplötuútgáfa landsins með samfellda sögu. Árið 1982 setti Rúnar á laggirnar hljóð- ver á heimili sínu Skólavegi 12 í Elsku pabbi. Þau eru þung slögin sem ég slæ á tölvuna þína, sitjandi í horninu þínu á skrifstofunni sem var einu sinni herbergið mitt. Mig grunaði ekki að við værum að fara síðustu ferðina á Reykjanesbrautina síðasta fimmtu- dagskvöld. Ég hélt að það þyrfti bara aðeins að fínstilla þig, þú varst ekki í það slæmu standi. Ætlunin var að spila á Ránni og svo voru nokkur „gigg“ framundan. En það var greinilega búið að bóka þig á öðrum stað og þú sagðir náttúrlega aldrei nei við neinu verkefni. Og ég veit að það verður pláss fyrir okkur Júlla og alla í fjölskyldunni í hljómsveitinni sem þú ert að setja saman núna. Við feðgarnir vorum mjög þéttir sem hljómsveit, fjölskylda, félagar og samstarfsaðilar og áttum mjög sérstætt samband sem engin orð fá lýst. Það eru svo margir sem minn- ast þín með hlýhug og þú snertir svo mikinn fjölda af fólki að fjölskyldan er nú í fullu starfi að taka við þessum straumum sem þú sendir út. Þú hafðir ætíð áhyggjur af því að þú hefðir ekki menntað þig og var það söngur Gunnu ömmu um að það væri aldrei of seint að læra sem hljómaði í eyrum þínum reglulega. En þú varst bara í öðru hlutverki. Þú varst að kenna samferðamönnum þínum hvernig bæri að lifa lífinu og hvaða viðhorf skiluðu manni sáttum á áfangastað. Þetta gerðir þú óafvit- andi með því að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd, utan sviðs sem innan. Okkur sem sitjum eftir með stórt hjartasár endist vart ævin við að vinna úr kenningum þínum en þeim verður haldið á lofti. Við höfum unnið saman ótrúlega mörg skemmtileg verkefni og minn- ingarnar hellast yfir en það sem sit- ur fast í mínu minni er að alltaf kvaddir þú með orðunum: „Takk fyr- ir kvöldið og sjáumst á morgun“. Mín kveðjuorð verða því: „Takk fyrir ævintýraferðina okkar og sjáumst síðar.“ Þinn stolti sonur, Baldur Þórir. Allt of oft áttar maður sig ekki á hvað átt hefur fyrr en misst hefur Allt of sjaldan segir maður ekki frá að lífsins gildi eru það sem þú gefur Á þennan hátt hefst ljóð sem pabbi samdi á árinu og sannleikurinn í þessum orðum nístir inn að beini. Ég er að átta mig á því að ekki eingöngu er ég að missa pabba minn heldur líka minn langbesta vin. Þú varst mín stoð og stytta í lífinu og segja má að ég hafi á allan hátt lifað fyrir þig. Allt sem ég hef gert miðaðist að því að gera þig eins stoltan af mér og ég var af þér. Ég tjáði þér ekki nógu oft með orðum hversu stoltur ég var af þér og ég hef alltaf reynt að lifa eftir þínum lífsgildum og fullyrði að heið- arlegri og góðhjartaðri maður er ekki til. Ég heyrði þig aldrei tala illa um nokkurn mann og þótt ýmsir gerðu á þinn hlut í gegnum tíðina þá erfðir þú það aldrei og tókst öllum opnum örmum. Þín orð voru að það hefðist ekkert með því að vera með leiðindi og þú kærðir þig ekki um að eyða orkunni í óþarfa vesen. Þú settir þig ekki ofar öðrum heldur hafðir yndi og unun af því að gleðja aðra. Fáir gera sér grein fyrir því hve mikið áreiti það var að vera þú og þau eru ófá augnablikin sem ég dáðist að því hvað þú gafst þér mikinn tíma í að spjalla við allt það fólk sem varð á vegi þínum. Fólk mætti okkur á göngu og spurði hvort þú myndir ekki eftir því á balli 1973 og oftast mundir þú hvað það hét og jafnvel hvað þið töluðuð um því minni þitt var með eindæmum. Í seinni tíð varst þú orðinn mjög vanafastur og margir fastir punktar í daglega lífinu; árlegu jólamyndatök- urnar, bústaðaferðirnar á Þingvöll um verslunarmannahelgi, ný plata á hverju ári, og svo mætti lengi telja. Elsku besti pabbi minn, ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að ganga í gegnum erfiðari tíma en þessa og það eru þúsundir ómetanlegra minn- inga sem fljúga í gegnum hugann á þessum hörmulegu tímum. Ég veit ég þarf að vera sterkur fyrir mömmu og fjölskylduna en ég bara get það ekki. Ég er ónýtur maður án þín og þótt tíminn lækni öll sár þá grær þetta sár seint og ég kem aldrei til með að finna staðgengil fyrir þig. Við áttum eftir að gera svo margt saman og það verður erfiðara að finna lífinu tilgang þegar þú ert ekki til staðar. Ég er samt óheyrilega þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum á lífsleiðinni og það er mikill lær- dómur að hafa haft þig sem læriföð- ur. Það verður óneitanlega yfirþyrm- andi að heyra ekki í þér eða hitta á hverjum degi og það er sárt að hugsa til barnanna á þessari stundu og þá sérstaklega litla Rúnars, alnafna þíns, sem fær ekki að kynnast afa sínum eins og ég vildi, þessum mikla manni sem snart alla með sinni óend- anlegu lífsgleði og alúð. En elsku pabbi, þótt þú sért farinn þá verður þú alltaf í hjarta mínu og huga og við eigum örugglega eftir að eiga okkar stundir saman síðar. Það er með óbærilegum söknuði sem ég kveð þig og ég tel við hæfi að nota þín eigin orð til að ljúka þessu: „Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.“ Hvíl í friði, elsku pabbi. Þinn elskandi sonur Júlíus. Ég hef heyrt um stað og heiðskírt skjól himnaríki fjarri þessum stað. Ég hef heyrt um góðan stað, sumar og sól ó, ég hef heyrt um ljúfan samastað. (Rúnar Júl.) Aðfaranótt föstudagsins 5. desem- ber kvaddi tengdafaðir minn, Rúnar Júlíusson, þetta líf. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að lífið geti haldi áfram án hans. Ég kynntist Rúnari fyrir tæpum tuttugu árum þegar við Júlli fórum að vera saman og minn- ingarnar streyma endalaust fram í hugann þegar ég hugsa til baka. Rúnar var einstakur maður sem setti fjölskylduna og umhyggjuna fyrir henni ofar öllu. Heiðarleiki var honum meðfæddur og hann kenndi okkur öllum svo ótalmargt. Rúnar var besti afi í heimi og kom í heimsókn eða hafði samband á hverj- um einasta degi og því var erfitt að finna réttu orðin til að tilkynna barnabörnunum að Rúnar afi væri farinn, að hann kæmi ekki aftur og bankaði létt á dyrnar bara til að kanna stöðuna eins og hann orðaði það og oftar en ekki með eitthvað til að gleðja barnabörnin sín sem honum þótti svo vænt um og var svo stoltur af. En minningarnar eru margar og þær ylja nú á erfiðum tímum og mað- ur er þakklátur fyrir allt sem við gerðum saman. Rúnar var líka alltaf boðinn og bú- inn að aðstoða við allt, var fyrstur að bjóða fram aðstoð ef eitthvað þurfti að gera og það er svo margt sem við megum þakka honum. Við Rúnar spjölluðum mikið saman og hann var áhugasamur um það sem ég var að gera og hvatti mig, fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Það hefur verið okkur fjölskyld- unni ómetanlegt að finna allan hlý- hug og samúðina frá fólki og fyrir það viljum við þakka. Höggið er þungt, sorgin mikil og tímarnir framundan erfiðir en við stöndum saman og heiðrum minn- ingu Rúnars, höldum utan um Mæju, Balla, Júlla og barnabörnin sem hafa misst svo mikið. Með kæru þakklæti fyrir allt, elsku tengdapabbi. Þín tengdadóttir, Guðný Kristjánsdóttir. Elsku besti tengdó. Þetta er þungbær tími sem við göngum í gegnum núna. Þegar við biðum á Landspítalanum eftir fregn- um af líðan þinni var ég sannfærð um að allt færi vel. Maður sem lifði svo heilbrigðu lífi og enn svo ungur hlaut að hrista þetta af sér. En það vantaði góða rödd í englakórinn og þar syng- ið þið mamma þín nú saman. Eflaust spilar þú líka á bassann og tekur lag- ið í rokkbandinu með kollegum þín- um sem fóru á undan. Ekkert okkar grunaði að komið væri að hinstu stund. Síðustu daga hef ég minnst síðasta kossins sem ég smellti á vangann þinn og vermir minningin mér um hjartarætur. Ég kom í seinna fallinu á útgáfutónleikana sem voru hið ör- lagaríka kvöld. Fékk mér sæti og beið eftir að hljómsveitin hans Björgvins Ívars, Lifun, byrjaði að spila. Þá tók ég eftir þér við næsta borð, stóð upp, heilsaði þér og smellti kossi á vangann. Ekki hvarfl- aði það að mér að þetta væri í síðasta sinn sem ég heilsaði þér. Börnin okkar Balla hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þig fyrir afa. Þú sýndir hve stoltur þú varst af þeim og sýndir þeim óend- anlega væntumþykju og elsku. Börnin voru félagar þínir og vinir. Ég held að þér hafi þótt flottast þeg- ar þau sungu og spiluðu með þér hvort heldur sem var á stóru sviði fyrir fjölda fólks eða bara heima í stofu. Okkur líður best þegar öll fjöl- skyldan er samankomin á Skólaveg- inum og erum við dugleg að styðja hvert annað. Barnabörnin vilja hvergi annars staðar vera en hjá ömmu og veit ég að það líður langur tími þar til þau skilja hana eina eftir í húsinu. Þau vilja öll sofa í afaholu. Minningarnar sem við eigum um þig eru eingöngu fallegar og góðar. Betri maður er vandfundinn. Gjaf- mildi þinni voru engin takmörk sett og komstu reglulega færandi hendi með stórar jafnt sem smáar gjafir. Þú hefur kennt öllum þeim sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér, að best er að njóta lífsins meðan kostur er, líkt og þú gerðir fram á síðustu stundu. Þú vildir helst ekki geyma til morguns það sem þú gast gert í dag. Mig skortir nógu góð lýsingarorð til að tjá hve frábært það var að fylgjast með samskiptum þínum og Maju. Það var svo augljóst hve heitt þið elskuðuð hvort annað og alltaf var stutt í grínið. Sonum þínum varstu ekki eingöngu frábær faðir heldur líka besti félagi sem hægt er að eiga. Það hefur verið yndislegt að eiga þig sem tengdapabba og geymi ég ótal margar minningar í huga og hjarta mínu sem ég ætla að deila með fjölskyldunni um ókomin ár. Guð geymi þig. Þorbjörg. Elsku afi minn, það erfiðasta sem ég hef upplifað var að kveðja þig í dag. Vitandi að ég væri að snerta, sjá og faðma þig í síðasta sinn. Síðustu dagar hafa verið erfiðustu dagar lífs míns en sem betur fer höfum við fjöl- skyldan hvert annað. Þetta er allt svo óraunverulegt ennþá. En ég þarf ekki að kveðja þig alveg því að ég veit að þú ert og verður alltaf hjá mér í anda, og ég hjá þér. Síðan þú fórst hef ég bara viljað vera heima hjá þér og ömmu. Sofa í ykkar rúmi, með þína sæng og í þín- um bolum. Þó að mér líði núna best hérna á Skólavegi eftir að þú fórst er húsið samt svo tómlegt án þín. Stundum stari ég bara á millihurðina og finnst ég heyra fótatakið þitt upp stigann og glingurhljóðið í lyklunum að stúdíóinu, og bíð þess að þú labbir inn um hana. En svo átta ég mig á að það gerist ekki aftur. En ég finn samt að þú ert hérna hjá okkur. Og minningarnar um þig eru auðvitað ótalmargar og þær verða alltaf í huga og hjarta mér. Ég minnist sérstaklega þeirra stunda er ég og Kristín frænka átt- um hjá ykkur í æsku. Þegar við lékum okkur og þegar við kúrðum öll saman í rúminu ykk- ar. Þegar þú varst 6 ára lítið krútt söngstu „Ó, Jesús bróðir besti“ inn á upptöku. Ég er svo ánægð að hafa fengið að syngja þetta sama lag í fimmtugsafmæli þínu, þegar ég var sjálf 5 ára. Og var þá í litríka kjóln- um sem þú gafst mér. Ég gleymi því aldrei. Ég mun eflaust syngja til þín á komandi árum. Þegar þið amma giftuð ykkur var eitt af fáu skiptunum sem ég sá ég þig fella tár. Þegar hún gekk að þér á kirkjugólfinu sá ég tárin þín leka nið- ur af gleði. Ég sá ósvikna ást í augum ykkar beggja. Þessi ást ykkar var og er svo sannarlega sönn ást sem á eft- ir að vara að eilífu. Þið hafið sýnt mér, og örugglega fleirum, hvað sönn ást sé í raun og veru. Afi, ég er fegin að hafa setið hjá þér og tekið utan um þig áður en sjúkrabíllinn kom að sækja þig á Rána. En það hvarflaði aldrei að mér að þetta væri í síðasta sinn sem ég myndi sjá þig og tala við þig. Það er ósanngjarnt hversu fljótt þú fórst frá okkur, þú varst enn svo ungur. En á þessum tíma sem þú lifðir afrekað- irðu ótrúlega margt og lést drauma þína rætast. Þú varðst meistari í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og fékkst áhuga á. En það sem þú gerð- ir best var að elska þína nánustu. Þú varst svo umhyggjusamur, góðhjart- aður og gerðir allt fyrir alla. Gafst svo mikið frá þér. Þessir tímar með þér hafa verið yndislegir, ógleyman- legir og lærdómsríkir. Þú hefur kennt mér að líta betri augum á lífið, að meta það sem ég á og að nota hvern dag rétt. Ég er stolt af að hafa hluta af þínu nafni í mínu. Þú ert fyrirmyndin mín og mér mik- ill innblástur í lífinu framundan, og í tónlistinni líka. Þú ert hetjan mín og verður það alltaf. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið. Ekkert verður eins án þín. Ég á aldr- ei eftir að gleyma þér. Ég sakna þín ólýsanlega mikið og á alltaf eftir að gera. Ég elska þig alltaf og enda- laust. Guð geymi þig. Þín afastelpa, María Rún. Fyrir rúmlega tveimur áratugum mynduðu Þorbjörg, dóttir okkar, og Baldur, sonur Guðmundar Rúnars Júlíussonar, samband sem fljótlega varð ljóst að ekki yrði aftur rofið. Þau hjónin eiga saman þrjú mjög mannvænleg börn, Björgvin Ívar, Maríu Rún og Ástþór Sindra, sem öll hafa augljóslega erft hæfileika til þátttöku í hinum indæla heimi hljómlistarinnar frá Rúnari, afa sín- um, og Maríu, eiginkonu hans, sem þau vafalaust eiga eftir að nýta sér og öðrum til heilla á komandi árum. Rúnar var gæddur einstökum hæfileikum til að umgangast annað fólk. Hann var sannur mannvinur. Öll framkoma hans einkenndist af lítil- læti og virðingu fyrir öllum mönnum. Hann umgekkst hina verst settu þegna þjóðfélagsins á sama hátt og æðstu ráðamenn og hann átti nána vini í öllum stéttum og öllum þrepum samfélagsins. Rúnar var einstaklega reglusamur og ábyrgur í orðum og verki. Hann var maður friðar og vin- semdar. En Rúnar var líka mjög fjöl- fróður maður og það var varla hægt að finna samræðuefni sem hann ekki var tilbúinn að ræða um. Hljómlistin var líf hans og starf. En hann og María höfðu samt ávallt tíma til að ræða við og hlúa að barnabörnum sín- um. Þau áttu margar góðar stundir á heimili þeirra og hjá Rúnari í hljóð- verinu og fengu oft að spreyta sig þar við hin ýmsu verkefni. Tónlist Rúnars mun eflaust lifa um margar ókomnar aldir og flytja komandi kynslóðum ánægju og fróð- leik. Boðskapur hans um frið, kær- leika og virðingu fyrir almættinu mun því ná til fjölmargra í framtíð sem í nútíð. Við færum Maríu, eig- inkonu Rúnars, og eftirlifandi börn- um og barnabörnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðni og Berta. Kveðjustund sem er erfiðari en orð fá lýst er runnin upp. Óvæntar heimsóknir frá þér, kominn færandi hendi eða eingöngu til að athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá fjöl- skyldunni, verða ekki fleiri. Orðin hafa lítinn mátt í dag, en ég þekki ekki tilveruna án þín. Mig langar til að þakka þér fyrir að hafa alltaf verið til staðar, hvort Guðmundur Rúnar Júlíusson Kæri afi, við söknum þín sárt og óskum þess að þú lifir enn. Ég skrifa þetta bréf og ætla að leyfa þér að hafa það í kistunni. Ég ætla að geyma minn- ingar okkar tveggja mjög vel en því miður stækka þær ekki lengur. Ég vona að við hittumst einhvern tímann aftur uppi hjá Guði. Ástarkveðja. Brynja Ýr Júlíusdóttir barnabarnið þitt. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.