Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Gylfi Magnússon Heimskreppan og fyrsta dómínóið Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands heldur fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 12. desember kl. 12-13.30. Fyrirlesturinn fjallar um þær slæmu horfur sem nú eru í efnahagslífi um heim allan, hverjar skýringar þess virðast vera og hvað geti verið framundan. Sérstaklega er horft til stöðunnar á Íslandi. Að erindinu loknu mun Gylfi svara fyrirspurnum. Gylfi lauk cand. oecon. prófi frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 1990 og doktorsprófi í hagfræði frá Yale University í Bandaríkjunum árið 1997. Hann hefur starfað í Háskóla Íslands frá árinu 1996 og hefur einkum fengist við kennslu og rannsóknir í fjármálum og hagfræði. Hann hefur skrifað fjölda greina á sínum fræðasviðum og tvær bækur og auk þess sinnt margvíslegum ráðgjafar- og stjórnunarstörfum. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. Málstofa á vegum viðskiptafræðideildar H.Í. Föstudaginn 12. desember kl. 12.00 Hátíðasalur Háskóla Íslands www.vidskipti.hi.isVIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD @9A @9A & ' ('' %)*" %)*' : : @9A! "7A )!  &&) %&*$ +)*# : : +B;+  C%D ,! ( )! $, %&*& %*' : : 'E0 6A "!,# "!'(' +$* %$*, : : @9A# @9A$ ,) ( ( %&*) %)*# : : Þetta helst ... %&            ! ""#! #$%%& ( )*)+ *   6,81,/ 6+ +41,/ 7  &+41,/ 5 1,/ ,/  4,FG % 28 % +41,/ 34. 7 1,/ 91,/ 0HI@C 0 7#'!,/$/1,/ J1,/ ,)- ).)%   6  86 B( 6  8H+ H*'  7 'K+(7 CL1! 1,/ ( )$/&).)0 1 M (6  M+/ 7 % 1,/  4 #! 1,/  23 ' ) *#$  * $*$( )*& )*&$  ' *$ )*#$ &*' #'*&$ )'(*$$ (,$*$$ ))&*$$ )&*$$ &$*#$ ))) *$$                    = # 4 %  E $+# + %N 340   // / / /   / /  / / / /     //   / /   O  O  O  O   O   O O    O     O       O    O     O     '!&% # 4                  # / # / /  / /  / /  / /  / /  / /   / /  //  / /  / /  //  / /  //  / /  //  / /  //  / /  6E 6E 6E 6E 6E  6E ● Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Ís- landi lækkaði um 2,1% í gær og var lokagildi hennar 381 stig. Mest lækkun var á hlutabréfum Straums-Burðaráss, 4,2%, og Marel, 3,6%. Bréf Exista hækkuðu mest, úr 5 aurum í 6 aura, eða um 20%. Þá hækkuðu bréf Cent- ury Aluminium um 9,7%. Heildar- viðskipti með hlutabréf námu 243 milljónum króna og mest viðskipti voru með bréf Össurar, fyrir 81 milljón króna. Úrvalsvísitalan lækkaði ● EINUNGIS sex félög mynda núna úrvalsvísitölu Kauphallarinnar og hafa þau aldrei verið færri. Þegar best lét mynduðu 75 félög úrvals- vísitöluna en það var árið 2001. „Við munum eiga undir högg að sækja á næstu miss- erum en okkar framtíðarsýn er að á næstu tveimur árum muni mörg þeirra félaga sem hafa farið úr Kauphöllinni koma inn í hana aftur,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, þegar hann er spurður um framtíð hennar. Þórður bendir einnig á að skuldabréfamarkaður hafi skilað Kaup- höllinni mestum tekjum í gegnum tíðina og ekki beri aðeins að miða við fjölda félaga sem mynda vísitöluna hverju sinni. Eftirtalin félög mynda vísitöluna í dag: Alfesca, Bakkavör Group, Ice- landair Group, Marel, Össur og Straumur. Þórður segir að Kauphöllin líti svo á að um tímabundið ástand sé að ræða. Hann segist ekki gera ráð fyrir sérstakri fækkun starfsfólks þrátt fyrir að búist sé við lakari afkomu Kauphallar. Verðmæti skráðra félaga í Kauphöll var aldrei meira en árið 2007 þegar samanlagt verðmæti skráðra félaga nam rúmlega 200% af vergri lands- framleiðslu. thorbjorn@mbl.is Endalok Kauphallar? Þórður Friðjónsson FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MILLIFÆRSLA framkvæmda- stjóra hjá Landsbankanum, sem nú er rannsökuð sem fjárdráttur hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra, var framkvæmd til þess að bjarga verðmætum eftir setningu neyðarlaganna, að sögn fram- kvæmdastjórans. Um er að ræða millifærslu upp á 107 milljónir króna af íslenskum bankareikningi eignar- haldsfélags, sem er skráð erlendis og er í eigu Landsbankans, inn á per- sónulegan reikning framkvæmda- stjórans. Félagið var í eigu bankans „Efnislega inntakið er að í öllum hasarnum í hruni bankanna snerist umræðan um það að innlán í eigu er- lendra aðila, þ.m.t. aflandsfélaga [off- shore], yrðu látin frjósa úti. Þetta var liður í stærri aðgerð til þess að bjarga slíkum innlánum,“ segir fram- kvæmdastjórinn. Hann segir að við- komandi eignarhaldsfélag hafi ekki verið í sinni eigu. „Þetta var í eigu sjálfseignasjóðs sem er skráður er- lendis,“ segir hann. Aðspurður hvaða hagsmuni hann hafi haft af því að framkvæma millifærsluna segir hann að reynt hafi verið að bjarga innlán- um í eigu fleiri en eins félags. „Þetta var eitt af félögunum sem reynt var að bjarga og það var gert á þennan klaufalega hátt,“ segir hann. Maðurinn segir að um hafi verið að ræða erlent félag sem hann hafi séð um í mörg ár og átti innistæður í Landsbankanum. Hann hafi talið að innistæður erlendu félaganna væru ekki tryggðar, en millifærslan var gerð rétt eftir setningu neyðarlag- anna. Nýtt til hlutabréfakaupa Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var félagið, sem var skráð erlendis og átti reikninginn, í eigu Landsbankans og bankinn nýtti fé- lagið og fjárhæðir í eigu þess til ým- issa viðskipta, m.a. til kaupa á hluta- bréfum. Verið er að athuga frekar hvers eðlis félagið var og í hvaða öðr- um tilgangi það var notað á vegum bankans. Skilanefnd Landsbankans vísaði málinu til efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra eftir að málið kom upp í eftirlitskerfum bankans og var rannsakað af óháðum endur- skoðendum, sem ráðnir voru af skila- nefnd bankans til að rannsaka við- skipti og fjármagnshreyfingar í tengslum við hrun bankakerfisins. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er það mat skilanefndar að ekkert fjárhagslegt tjón hafi orðið, að því er segir í tilkynningu frá skilanefnd- inni. Skýringar ekki fullnægjandi Fulltrúar á vegum skilanefndar bankans leituðu eftir skýringum frá framkvæmdastjóranum þegar upp komst um millifærsluna, skilanefnd bankans mat það síðan svo að þær hefðu ekki verið fullnægjandi og því var málið sent til efnahagsbrota- deildarinnar. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, segir rann- sókn málsins á frumstigi. Hann væntir þess að rannsókn muni ganga fljótt fyrir sig þegar öll gögn hafi skilað sér. Spurður um hið sérstaka erlenda félag sem bankinn átti segist Helgi ekki þekkja það mál. Það liggi þó fyrir að mörg íslensk fjármálafyr- irtæki hafi átt aflandsfélög með óljósan tilgang sem séu ekki uppi á borðum í rekstri fyrirtækjanna og eigi e.t.v. lítið skylt við venjubundin viðskipti. „Ég vænti þess að skila- nefnd bankans athugi það,“ segir Helgi. Segist hafa millifært til þess að „bjarga innlánum“ Í HNOTSKURN »Millifærslan var fram-kvæmd eftir setningu neyðarlaganna, eftir 6. októ- ber og fyrir 9. október, að sögn framkvæmdastjórans. »Verið er að athuga frekariumsvif félagsins sem átti reikninginn sem millifært var af, en það var í eigu bankans. »Framkvæmdastjórinn hef-ur látið af störfum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbankinn Skilanefnd Landsbankans vísaði málinu til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra eftir að málið kom upp í eftirlitskerfum.  Framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum millifærði 107 milljónir af reikningi er- lends félags í eigu bankans inn á sinn eigin  Meintur fjárdráttur til rannsóknar GLITNIR hefur stofnað sérstakt umsýslufélag sem hefur það hlut- verk að yfirtaka eignarhluti í fyrir- tækjum sem bankinn hefur eignast. Umsýslufélagið er rekið á sér- stakri kennitölu og framkvæmda- stjóri þess er starfsmaður Glitnis. Starfar hann undir sérstakri stjórn sem m.a. er skipuð einum af fram- kvæmdastjórum Glitnis. Félagið er í umsjá lánaeftirlits bankans. Hjá Kaupþingi er unnið að stofnun slíks félags og verður það með sér kennitölu og sérstaka stjórn sem bankinn tilnefnir. „Ef eignir verða teknar yfir til þess að tryggja efndir krafna þá mun bankinn selja þær um leið og það þykir hagkvæmt,“ segir Jónas Sigurgeirsson, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Kaupþings. Hjá Landsbanknum fengust þær upplýsingar að slíkt félag hefði verið stofnað, en að frekari vinnureglur væru í mótun. Stofnun umsýslufélaga bankanna er liður í aðgerðum til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Fram- undan er mikil vinna við fjárhags- lega endurskipulagningu. Miklir hagsmunir eru í húfi hjá kröfuhöf- um, skuldurum og þjóðfélaginu öllu, að því er segir í tilkynningu frá Sam- tökum fjármálafyrirtækja. thorbjorn@mbl.is Bankarnir stofna félög fyrir eignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.