Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 1
Í HNOTSKURN »Rauðvínsflaska sem kost-aði 1.498 kr. kostar 1.577 kr. eftir 5,2% hækkun. »Stór bjórkippa sem kostaði1.452 kr. mun hækka um 5,8% í verði og kosta 1.536 kr. »Vodkaflaska sem kostaði3.360 kr. áður mun kosta 3.669 kr. Það er 9,2% hækkun. »Koníak sem kostaði 7.500kr. mun kosta 7.830 eftir hækkun. Það er 4,4% munur. Eftir Önund Pál Ragnarsson og Höllu Gunnarsdóttur ALÞINGI afgreiddi í gær lög um hækkun gjalda á áfengi, tóbaki, olíu og bifreiðum auk kílómetragjalds og vörugjalds af ökutækjum og elds- neyti. Viðbótartekjur ríkisins af þessu nema ríflega 3,5 milljörðum króna. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyr- ir að þessi gjöld hækkuðu um 11,5% á næsta ári, en lagabreytingin tekur gildi strax í dag og nemur 12,5%. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hækkar tóbaksverð strax í dag, en ekki áfengið. Gjald af því er tekið við innflutning og fá birgjar kost á að tilkynna nýtt verð fyrir hækkun. Fjármálaráðherra sagði í umræð- unum á Alþingi í gær að umrædd gjöld hefðu rýrnað miðað við þróun vísitölu neysluverðs og að hækkunin væri innan þeirra marka. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að það skipti máli hvernig staða ríkissjóðs sé rétt af. Þetta setji þrýst- ing á sveitarstjórnir að fara sömu leið. „Það gefur auga leið að þetta fer beint inn í lánin okkar. Þetta er líka afar gagnrýnisverð leið að fara, því þetta hittir gríðarlega skuldsettan ríkissjóð ekkert síður fyrir en heimilin. Ég efast um að á endanum hafi ríkissjóð- ur haft af þessu tekjur. Verðbótaþátt- ur lána ríkisins mun auðvitað fara upp,“ segir Gylfi. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir útgjöld vegna með- alstórra bíla hækka um 20.000 krónur á ári út af þessu. Bensínlítrinn hækki um 7,70 kr. í verði og dísilolía um 6,40 krónur. Það sé verulega neikvætt að ríkið taki nú til sín undanfarnar lækk- anir á eldsneytisverði. Þrýsta vísitölunni upp  Hærri gjöld á áfengi, olíu, bíla o.fl.  Virka á verðtryggingu og hækka lán  Ekki á leiðarenda | 8 F Ö S T U D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 340. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is MENNING ÁKVEÐNIR Í AÐ GERA BESTU ROKKPLÖTUNA DAGLEGTLÍF Ull, list og armar alheimsins Leikhúsin í landinu >> 49 MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum bréf, sem fyrirtækið Skólamatur ehf. sendi til for- eldra barna í Hvassaleitisskóla, sem ekki höfðu greitt fyrir skólamáltíðir barnsins. Þar kemur m.a. fram að berist greiðsla ekki fyrir tiltekinn tíma „verða skólamáltíðir ekki afgreiddar“. Þór- unn Kristinsdóttir, skólastjóri Hvassaleitisskóla, segir þó af og frá að börnum sé vísað frá þó að foreldrar hafi ekki greitt. Foreldrum barnanna segist svo frá. „Eitthvað klúðraðist í skráning- unni og niðurstaðan var sú að við borguðum ekki Tómarúm virðist vera í kerfinu gagnvart þeim sem eru yfir viðmiðum þegar metið er hvort við- komandi á rétt á aðstoð frá félagslega kerfinu. Þeir sem enn hafa vinnu en eru í láglaunastörfum eru margir hverjir farnir að lenda í vandræðum þar sem þeir fá ekki aðstoð af þeim sökum. Þór- hallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarð- arkirkju, telur að það snúi að ríki, borg og bæjum að leysa úr vanda þessa fólks, sem jafnvel á ekki fyrir mat og treystir sér ekki til að kaupa skóla- máltíðir fyrir börn sín. sia@mbl.is | 14 matinn en áttuðum okkur ekki á því að greiðslur hefðu ekki komið inn. Aftur á móti var ekki fylgst með neinu í skólanum þó að krakkarnir borðuðu þar í margar vikur. Einn daginn voru pitsur í matinn og hert var á eftirlitinu af því að líklegt þótti að margir myndu svindla sér í mat- inn þann dag. Þá kom í ljós að ekki hafði verið borgað fyrir krílin okkar og þau fengu enga pitsu. Ég hringdi og það var gengið frá mál- unum, en við þurftum að borga margar vikur afturvirkt á einu bretti.“ Engin greiðsla - engar skólamáltíðir Séra Þórhallur Heimisson segir dæmi um að fólk í fullri vinnu en á lágum launum eigi í miklum vandræðum án þess að eiga rétt á félagslegri aðstoð ÞÓTT Kári færðist í jötunmóð í gærkvöldi varð hvergi stórtjón svo vitað sé. Loka þurfti vegum vegna vindstyrks og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð bárust 130 beiðnir um aðstoð. Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi voru ræstar út og voru um 200 manns að störfum þegar mest var. Mikið var um að byggingarefni fyki út í veður og vind. Þá lét girðingin kringum fótboltavöllinn við Kaplakrika í Hafnarfirði undan veðrinu. Byggingarefni og þakplötur á ferð og flugi Morgunblaðið/Golli  Millifærsla framkvæmda- stjóra hjá Landsbank- anum, sem nú er til rann- sóknar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra, var gerð til þess að bjarga verðmætum eft- ir setningu neyðarlaganna, að sögn framkvæmdastjórans. Um er að ræða millifærslu upp á 107 milljónir króna af íslensk- um bankareikningi eignarhalds- félags, sem er skráð erlendis og er í eigu Landsbankans, inn á persónulegan reikning fram- kvæmdastjórans. Tilgangur erlenda eignarhalds- félagsins var m.a. kaup á hluta- bréfum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Rannsókn málsins er á frum- stigi hjá efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra en beðið er eftir frekari gögnum. »22 Færði á eigin reikning til að „bjarga innlánum“  Ef ekki er tryggt að sér- stök rannsókn- arnefnd vegna bankahrunsins starfi sam- kvæmt ákvæð- um stjórn- arskrár og Mannréttinda- sáttmála Evrópu gæti það spillt fyrir mögulegri sakamálarann- sókn í kjölfarið. „Það er hætta á að ef reglur um málsmeðferð, réttarstöðu manna við rannsókn og meðferð upplýsinga eru óskýrar komi síð- ar í ljós að brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum manna. Það gæti orðið til þess að rannsókn sakamáls sem síðar væri höfðað ónýttist. Við þekkjum svipuð dæmi t.d. úr olíumálinu […].“ Þetta segir Björg Thor- arensen lagaprófessor við HÍ. »16 Gæti ónýtt sakamála- rannsókn síðar Björg Thorarensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.