Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 9

Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Skólavörðustíg 21 • Reykjavík • sími 551 4050 Gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Lokað milli jóla og nýárs, opnum aftur 5. janúar. Mjódd, sími 557 5900 Við sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð Nánari upplýsingar í Skautahöllinni síma 588 9705 www.skautaholl.is REYKJAVÍK-LAUGARDALUR opnunartímar yfir jólin Skautajól 26. des. 13.00 - 18.00 27. des. 13.00 - 18.00 28. des. 13.00 - 18.00 29. des. 13.00 - 18.00 30. des. 13.00 - 18.00 31. des. 10.30 - 15.00 2. jan. 13.00 - 20.00 3. jan. 13.00 - 18.00 4. jan. 13.00 - 18.00 Skautadiskó fyrir alla fjölskylduna Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Lækningin féll niður Kafli féll úr viðtali Guðrúnar Guð- laugsdóttur við Baldvin Gíslason í Morgunblaðinu sl. sunnudag, 21. desember. Viðtalið bar yfirskrift- ina „Yfirnáttúruleg lækning“, en svo óhönduglega tókst til að kafl- inn um yfirnáttúrulegu lækninguna féll niður. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Hér birtist kaflinn í heild: „Ég var staddur í Vest- mannaeyjum [1983] við eftirlits- störf á vegum sjávarútvegsráðu- neytis þegar undarlegur atburður varð. Mér hafði frá því ég veiktist af gulunni öðru hvoru fundist ég finna fyrir handayfirlagningu án þess þó að hafa nokkurn tíma beð- ið um neitt slíkt eða einu sinni hugleitt það. En morguninn 21. janúar þarna í Vestmannaeyjum fékk ég heim- sókn að handan sem ég get ekki skýrt, aðeins sagt frá. Ég lá í hnipri á vinstri hlið eftir kvalafulla nótt og var í einhvers konar móki. Þá finn ég skyndilega mjög kröftugt tak, rétt eins og mjög sterku afli væri beint að bak- inu á mér og færðist svo neðar og svo fram á mitt kviðarholið. Jafn- framt sá ég móður mína, sem látin var þá fyrir meira en 30 árum. Ég var algjörlega máttlaus og gat ekki talað en þó fannst mér að ég gæti tjáð mig eftir að hafa stungið ein- um fingri upp í mig og skynjaði um leið að mamma var hjá mér. Ég spyr hana hvað gangi eiginlega að mér, hvað gangi á. Hún svarar: „Þetta er ekkert hættulegt, ekkert að hræðast. Það barst beiðni frá pabba um að líta á þig og ég hafði strax samband við Vilmund.“ Ég spyr þá strax í einfeldni minni: „Er Vilmundur Gylfason eitthvað í svona hlutum?“ Mamma svarar að svo sé en dregur þó samþykkið við sig. Ég setti þetta atvik strax í samband við nútíðina sem þá var – en líklega hefur hún átt við pabba sinn, Baldvin afa minn, og Vilmund heitinn land- lækni. Ég spurði svo mömmu hvað væri eiginlega að mér innvortis því ég hafði haft stöðugan verk inn- vortis alllengi en engum sagt frá því. Sjálfur hafði ég grun um að hann stafaði af gulunni, sem ég hafði fengið í Jemen forðum daga. Mamma svarar að þetta sé ekkert hættulegt, bara vírus. Ég hafi ekk- ert að óttast, þetta batni. Og það gekk eftir. Ég hef haft ágæta heilsu síðan þetta gerðist og ekk- ert bjátað á og aldrei fundið fyrir gulunni síðan.“ Smíðaður í Englandi Í frétt í Morgunblaðinu á mánudag var ranghermt að Kútter Sigurfari væri byggður í Færeyjum. Sig- urfari er 86 smálesta eikarseglskip sem var smíðað árið 1885 í Eng- landi og notað við handfæraveiðar við Íslandsstrendur til ársins 1919, og síðan af Færeyingum til ársins 1970. Kútter Sigurfari er eitt helsta tákn Safnasvæðisins að Görðum á Akranesi. LEIÐRÉTT Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is STARFSMENN Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma eru vel viðbúnir þeim mikla fjölda fólks sem búast má við að heimsæki kirkjugarðana í dag. Prenta má sérstök ratkort út af netinu, eða nálgast hjá starfsfólki í görðunum, en þau eiga að auðvelda fólki að finna leiði aðstandenda sinna. Að sögn Þórsteins Ragnars- sonar, forstjóra garðanna, vinnur starfsfólk garðanna og lögreglan saman að því að umferð gangi sem greiðlegast fyrir sig. „Aðaltíminn er frá ellefu til tvö á aðfangadag,“ segir hann. „Við reynum að greiða fyrir umferð að görðunum og skipuleggja umferðina innan þeirra til að koma í veg fyrir hnúta.“ Hann bendir á að fólk geti prent- að út ratkort á netinu sem á að auðvelda því að finna leiðið sem heimsækja á. „Þessi kort má líka fá á skrifstofunum sem verða opnar, og eins verðum við með mannskap til að aðstoða þá sem þurfa.“ Aðspurður segir hann algengast að fólk komið með greniskreyt- ingar og lifandi ljós til að prýða leiðin um hátíðirnar. Engar reglur séu um hvað sé leyfilegt í leiðis- skreytingum. „Fólk hefur nánast frjálsar hendur svo fremi sem það veldur hreinlega ekki óþægindum á næstu leiðum. Hins vegar höfum við reynt að benda því á að koma með sem minnst af plasti og efnum sem eru lítið náttúruvæn og brotna illa niður í náttúrunni.“ Morgunblaðið/Jim Smart Hátíðarstund Látlausar skreytingar einkenna kirkjugarðana á jólum. Margir í kirkju- görðunum í dag www.kirkjugardar.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.