Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Kertasníkir kom til byggða í morg-un, síðastur jólasveinanna, og varð komu hans vart á mörgum heimilum. Jólasveinarnir skipta sér lítið af pólitík, en pólitíkusar eiga hins vegar til að beita þeim fyrir sig.     Árna Steinari Jóhannssyni var eittsinn mikið niðri fyrir á þingi: „Hugsunin er sú að reisa verk- smiðjur, koma eins og jólasveinn og skaffa eitt stykki hér og eitt stykki þar, vera ánægður yfir og stæra sig af því.“     Þarna er ómak-lega vegið að jólasveininum og haldið fram að hann vilji með gjöf- um kaupa sér fylgi.     Ekki eru aðdróttanir ÖssurarSkarphéðinssonar betri: „Það er búið að skera Sjúkrahús Reykjavík- ur nú þegar inn að beini og það er ekki hægt að standa hérna eins og jólasveinn í ræðustól og segja: Við verðum bara að leyfa okkur þann munað að ganga af þingi með þá sannfæringu í farteskinu að hægt sé að hagræða enn meira.“     Þarna er látið að því liggja að jóla-sveinar viti ekkert í sinn haus.     Öðru sinni stóð Össur í pontu ogræddi málflutning Guðmundar Árna Stefánssonar, sem honum fannst svo lítilfjörlegur að það væri „af og frá að það sé hægt að gefa honum sæmdarheitið jólasveinn rík- isstjórnarinnar á þessu kvöldi“. Mál ráðherrans hefði hins vegar verið „þess eðlis að það rifjar upp í huga manns fjarskyldan ættingja þeirrar ágætu stéttar, sem í minni sveit var nú kallaður Leppalúði“.     Það er sem sagt hægt að ganga svolangt að skammaryrðið jóla- sveinn dugar ekki. Kertasníkir Vegið að jólasveininum                      ! " #$    %&'  (  )                     !  !     " *(!  + ,- .  & / 0    + -     #       #    $ %          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( & & & &  &  #  $      ''  !  !     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? !   &!  #! ! !&  ! &! #!&&  !& !   !  !  ! &! &! &! ! !&                          *$BC                 !    "#    $% " &     % ! '  " (  ) &  *  *! $$ B *! ( )  *   )     " + <2 <! <2 <! <2 ( * ' , %-.'/  CD -                 /     B  +  ,     '       -.  "   2!    % !  ! -.   ( ),  %  5!   (        "/      ! -., " (           " 01''  22 '" 3  ", % 0  % Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR HÁSKÓLARÁÐ hefur samþykkt að afgreiða um- sóknir um grunnnám og framhaldsnám á vormiss- eri 2009, en umsóknarfrestur rann út 15. desem- ber sl. Alls bárust 1.624 umsóknir. Allar umsóknir um grunnnám uppfylla inntökuskilyrði og sam- þykkti háskólaráð að taka inn alla umsækjendur, eða 893 talsins. Verið er að fara yfir umsóknir um framhaldsnám með tilliti til námsleiða, og vonast er til að hægt verði að taka á móti sem flestum þeirra 731 sem sótt hafa um framhaldsnám. Ákvörðunin er tekin eftir að niðurskurður til HÍ var minnkaður um 130 milljónir króna milli ann- arrar og þriðju umræðu á Alþingi um fjárlög 2009. Öll viðbótarupphæðin verður notuð vegna inntöku nýrra nemenda um áramót. Í viðbrögðum við kröfu um niðurskurð frá upphaflegu fjárlagafrum- varpi lagði háskólaráð áherslu á þrennt, í fyrsta lagi að standa vörð um störf, í öðru lagi að tryggja stúdentum kennslu í samræmi við gæðakröfur og í þriðja lagi að halda áfram að byggja upp öflugan rannsóknarháskóla. Að þessum forsendum gefnum samþykkti há- skólaráð að mæta kröfu um niðurskurð með end- urskoðun fastlaunasamninga og yfirvinnu, til- færslu á starfsskyldum, endurskipulagningu námskeiða, lækkuðum ferðakostnaði, lækkuðum útgjöldum vegna tækjakaupa og frestun hluta áforma samkvæmt afkastatengdum samningi við stjórnvöld vegna framkvæmdar stefnu HÍ. Há- skólaráð telur brýnt að halda fast í stefnuna eins og kostur er og vinna ótrauð að þeim markmiðum sem sett hafa verið. Á opnum fundi rektors með starfsfólki sagðist Kristín Ingólfsdóttir sannfærð um að ef einhvern tímann hefði verið þörf á stefnu- festu í málefnum háskólamenntunar, vísinda og nýsköpunar, væri það einmitt nú. Umsóknir í grunnnám samþykktar Alþingi ákvað að minnka niðurskurð til Háskóla Íslands um 130 milljónir króna Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Jónas Skaftason athafna- maður á Blönduósi hefur opnað nýtt kaffihús á vesturbakka Blöndu sem hann kallar Ljón norðursins. Margir komu í kaffi til Jónasar á opnunar- daginn til að samfagna með honum og þáðu í leiðinni veitingar. Jónas sagði í samtali við Morgunblaðið að reksturinn færi í gang af krafti ann- an í jólum. Það er hugmynd Jónasar að menn eigi í kaffihúsinu þægilegar stundir og má geta þess að Jónas hefur komið fyrir gítar á öllum hæð- um kaffihússins og er hugmyndin að gestir geti tekið lagið þegar sá gáll- inn er á þeim. Jónas gat þess að í húsinu sem upphaflega fékk nafnið Mosfell og var byggt skömmu eftir næstsíðustu aldamót hefði áður verið veitinga- rekstur. Jónas sagði að hjónin Páll Geirmundsson og Hjálmfríður A. Kristófersdóttir hefðu verið með veitingarekstur í húsinu, fyrst árið 1926 og svo hefði gengið í þó nokkur ár. Það er sérstök tilviljun að um það leyti sem nýtt kaffihús hefur rekstur sem ber nafnið Ljón norðursins þá er að hætta starfsemi annað kaffihús á Blönduósi sem byggt er af Ljóni norðursins. Leó Árnason sem kall- aður var Ljón norðursins, ættaður frá Víkum á Skaga, byggði á sínum tíma kaffihúsið Við árbakkann. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gestkvæmt Margir gestir komu í heimsókn til Jónasar á opnunardegi Ljóni norðursins. Jónas Skaftason veitingamaður er lengst til vinstri á myndinni. Opnaði kaffihúsið „Ljón norðursins“ á Blönduósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.