Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
HÆKKUN á sjávarafurðum haustið
2007 hefur öll gengið til baka í verð-
lækkun undanfarna mánuði og gott
betur en það í dýrari afurðum, eins
og sjófrystum þorskflökum. Þá hafa
birgðir aukist hjá framleiðendum og
sölufyrirtækjum þeirra og greiðslu-
frestir lengst. Vonast menn til að
botninum sé náð og jafnvægi fari að
nást í framboði og eftirspurn.
Gunnar Tómasson, fram-
kvæmdastjóri hjá Þorbirni hf. í
Grindavík og varaformaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva, rifjar upp að
verð á útfluttum sjávarafurðum
hækkaði haustið 2007, sérstaklega á
þorskafurðum. Miklar hækkanir
urðu á söltuðum afurðum til Spánar,
Ítalíu og Grikklands en minni á af-
urðum sem fluttar eru til Portúgals.
Þá hækkaði sjófrystur fiskur sem
mikið er seldur til Bretlands. „Þessi
hækkun er alveg fallin til baka og
gott betur en það í sjófrystu vör-
unni,“ segir Gunnar. Hann tekur
fram að verðið sé misjafnt á milli
fyrirtækja og markaða og erfitt að
átta sig nákvæmlega á stöðunni nú.
„Kaupendur eru duglegir að upp-
lýsa okkur um lægra verð og því
geta allir haldið því fram að þeir séu
ekki með lægsta verðið.“
Nærtækt er að leita skýringa í
fjármálakreppu heimsins. Eft-
irspurn eftir dýrari afurðum hefur
minnkað. Kaupendur eiga erfitt með
að fjármagna innkaup og lánsfé er
dýrt. Enginn vill liggja með birgðir.
„Birgðahaldið hefur algerlega
flust til okkar. Kaupendurnir úti
panta ekki vöruna nema þeir hafi
örugga sölu,“ segir Hermann Stef-
ánsson, framleiðslustjóri hjá Skin-
ney-Þinganesi á Hornafirði. Það er
hluti af skýringunni á dræmri sölu,
birgjarnir kaupa lítið á meðan þeir
eru að hreinsa upp birgðirnar og
koma birgðahaldinu yfir á framleið-
endur. „Maður óttast að þeir muni
missa af sölu þegar þeir hafa ekki
vöru til að afhenda og neyslan á
okkur vörum muni minnka þess
vegna.“
Hefur dræm eftirspurn leitt til
þess að framleiðendur hafa lækkað
verð til að fá þó einhverja peninga í
kassann. Segir Hermann að ef til vill
hafi framleiðendur réttlætt verð-
lækkun í erlendri mynt með lágu
gengi íslensku krónunnar, hugsað
sem svo að þeir fengju þó jafn mikið
fyrir vöruna í íslenskum krónum eða
jafnvel meira. „Það verður erfitt að
ná þessu til baka þegar krónan
styrkist aftur,“ segir Hermann.
Gunnar telur að fleira komi til en
heimskreppan og nefnir samkeppni
frá ódýrari tegundum, ekki síst eld-
isfiski. „Þorskurinn var orðinn of
dýr fyrir markaðinn. Við fáum þetta
bakslag á okkur með tvöföldu afli.“
Engar galdraformúlur
Hermann vonast til að botninum
sé náð og að framboð og eftirspurn
fari að ná jafnvægi á ný. Hann horf-
ir einnig til vísbendinga um að
birgðir séu litlar á ákveðnum mörk-
uðum. Gunnar telur lítið hægt að
gera, staðan sé svipuð á flestum
mörkuðum. „Það eru ekki til neinar
galdraformúlur. Í þessu eins og
öðru verða menn að fylgja markaðs-
sveiflunum,“ segir Gunnar.
Birgðir að aukast
Hækkanir á verði sjávarafurða hafa gengið til baka og gott bet-
ur en það Birgðir flytjast frá mörkuðum til framleiðenda
FLUTTAR voru út sjávarafurðir fyrir 127 milljarða á árinu 2007. Frystar,
saltaðar og ísaðar afurðir voru meginhluti útflutningsins. Ekki er hægt að
fá áreiðanlegar tölur um verðlækkunina á árinu enda er hún misjöfn eftir
fyrirtækjum og mörkuðum. Reikna má þó með því að útflutningsverðmæti
sjávarafurða minnki um tvo tugi milljarða eða meira á ári, af þessum sök-
um, reiknað í erlendri mynt. Verðið heldur sér ef það er reiknað í krónum.
Ljóst er að sjávarafurðir eru farnar að safnast í birgðum hjá framleið-
endum vegna hægari afsetningar en það er misjafnt á milli fyrirtækja. Að
gefinni þeirri forsendu að eins til tveggja mánaða birgðir hafi safnast upp
nú þegar má áætla verðmæti þeirra 10 til 20 milljarða kr.
Mikil verðmæti tapast
Morgunblaðið/RAX
Birgðir Verðlækkun á sjávarafurðum og auknar birgðir valda því að verðmæti útfluttra vara verður minna en orðið
hefði að óbreyttu. Ekki er útlit fyrir að fisksalan fyrir páskana dugi til að koma birgðastöðinni í fyrra horf.
STJÓRN Reykjanesfólkvangs mun leita eftir
upplýsingum hjá sérfræðingum og þeim sem
hagsmuna eiga að gæta vegna tillögu Ferða-
málasamtaka Suðurnesja um að flytja þangað
hjörð villtra hreindýra. Ólafur Örn Haraldsson,
formaður fólkvangsstjórnar, segir að málið verði
skoðað með opnum huga.
Gert er ráð fyrir hreindýrum í skýrslu um
ferðaþjónustumöguleika í Reykjanesfólkvangi
sem gerð var fyrr á þessu ári. Fram kemur það
álit að hreindýr gætu verið spennandi viðbót við
dýralíf fólkvangsins. Bent er á að þar hafi hrein-
dýr gengið frá síðari hluta 18. aldar og fram á
fjórða áratug 20. aldar. „Á sögulegum for-
sendum væri því hægt að flytja nokkur hreindýr
inn í fólkvanginn. Ein hreindýrafjölskylda gæti
vakið mikla athygli en aðdráttarafl hreindýra
þarf enginn að efast um sem hefur farið í ferðir
um Austfirði.“ Í hugmyndum Ferðamála-
samtaka Suðurnesja er rætt um hreindýrahjörð,
nokkur hundruð dýr. Ásta Þorleifsdóttir, fyrr-
verandi formaður fólkvangsstjórnar, telur að ör-
fá dýr gætu haft mikið aðdráttarafl, vakið áhuga
fjölskyldna á fólkvanginum. Hún segir að vernda
þurfi gróður og möguleiki þurfi að vera á að
fylgjast vel með því hvar hreindýrin halda sig.
Fólkvangsstjórnin hefur ákveðið að leita um-
sagnar og upplýsinga um hreindýrahugmyndina.
Ólafur Örn nefnir landeigendur, sveitarstjórn-
irnar, sauðfjárbændur og sérfræðinga um nátt-
úrufar, beitarþol og umferðarmál. helgi@mbl.is
Góð viðbót við dýralíf fólkvangsins
Stjórn Reykjanesfólkvangs skoðar hreindýratillöguna með opnum huga Leitað álits sérfræð-
inga og þeirra sem hagsmuna eiga að gæta Fyrri formaður vildi taka við fáeinum dýrum
Í HNOTSKURN
»Tillaga um eldfjalla- ogauðlindagarð er tekin
upp í skýrslu um ferðaþjón-
ustumöguleika í Reykjanes-
fólkvangi.
»Bent er á möguleika á aðkoma þar upp náttúru-
skóla til útikennslu, stjörnu-
skoðun og hellaskoðun. Upp-
lýsingaskilti um Kleifar-
vatnsskrímslið og hver-
fuglana í Seltúni eru sett á
dagskrá.
»Þá eru nefndar nokkrarhugmyndir um menning-
ar- og heilsutengda ferða-
þjónustu.
Morgunblaðið/RAX
Á flótta Tillögu um fáein dýr er að finna í skýrslu um ferðaþjónustu í Reykjanesfólkvangi.
RANGT var haft eftir Stefáni H.
Stefánssyni, fyrrverandi stjórn-
arformanni Landsvaka, dóttur-
félags Landsbankans, í blaðinu í
gær og einnig farið rangt með
starfstitil hans í frétt inni í blaðinu.
Haft var eftir Stefáni að fyrir
neyðarlögin hefði áhættan af pen-
ingamarkaðssjóði Landsbankans
ekki verið meiri en af bankabókum.
Þetta fullyrti Stefán ekki, hann
sagði hins vegar að skuldabréf
banka og innlán banka hefðu verið
jafnréttháar kröfur og jafnstæðar
áður en neyðarlögin voru sett í
október.
Leiðrétting