Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 20
20 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Zona Industrial da Mota • Apart. 136 - 3834-909 ILHAVO - Portugal • Telef. 234 326 560 / 1 • Fax 234 326 559
• Unninn úr ferskum þorski
• Veiddur á hinum köldu og hreinu hafsvæðum Íslands og
Noregs
• Blóðgaður um borð
• Flattur og saltaður og látinn verkast a.m.k. í 90 daga
• Þannig öðlast fiskurinn hinn rétta þéttleika fyrir útvötnun svo
að þú að lokum getir notið hins frábæra hefðbundna saltfisks.
Gleðilega hátíð - byrgjar, vinir og aðrir Íslendingar
Saltaður og þurrkaður þorskur
- Gadus Morhua morhua
GUNNÞÓRA Ólafsdóttir varði
doktorsritgerð sína í landfræði við
School of Geographical Sciences,
University of Bristol 5. desember
síðastliðinn. Heiti
ritgerðarinnar er
„Relating to Nat-
ure. The Per-
formative Spaces
of Icelandic Tour-
ism“. Andmæl-
endur voru dr.
Hayden Lorimer,
University of
Glasgow, og dr.
Yvonne Whelan, University of Bri-
stol. Leiðbeinandi verkefnisins var
dr. Paul Cloke, nú prófessor við Uni-
versity of Exeter. Meðleiðbeinendur
voru dr. John-David Dewsbury, Uni-
versity of Bristol, dr. Simon Naylor,
University of Exeter, og dr. Karl
Benediktsson, prófessor við Háskóla
Íslands.
Meginmarkmið rannsóknarinnar
var rannsaka heilunaráhrif ferða-
laga um náttúru Íslands. Breskir
ferðamenn í tveimur skipulögðum
hópferðum voru til rannsóknar.
Kannað var ferlið frá draumi ferða-
mannsins um að fara í ferð til Ís-
lands, ferðalagið sjálft og aftur heim
í hið venjubundna líf. Greint var að-
dráttarafl náttúru Íslands og ferða-
laganna. Tengslakenningum fyrir-
bærafræðinnar var beitt til að
rannsaka hvernig ólíkir ferðamátar
– ganga og akstur – leiddu ferða-
menn og náttúruna saman á sí-
breytilegan hátt og hvernig tengslin
höfðu áhrif á hvernig fólk skynjaði
náttúruna, sjálft sig og líðan sína.
Gunnþóra fæddist árið 1963. Hún
lauk stúdentsprófi frá Verzlunar-
skóla Íslands 1983 og tók leiðsögu-
mannapróf frá Leiðsöguskóla Ís-
lands 1998. Árið eftir hóf hún nám í
landfræði við Háskóla Íslands og
lauk BS-gráðu í því fagi árið 2003.
Gunnþóra á tvö börn, þau Viktor
Kaldalóns f. 1987 og Sonju Kalda-
lóns f. 1996. Foreldrar hennar eru
þau Erna Gunnarsdóttir, f. 1927,
húsmóðir og Ólafur Þorvaldsson, f.
1920, trésmiður. Ólafur er látinn.
Gunnþóra starfar við stunda-
kennslu við Háskóla Íslands og
fræðistörf í Reykjavíkurakademí-
unni.
Doktor í
landfræði
TÖLUVERT fleiri farþegar eiga
bókað flug um hátíðirnar en á síð-
asta ári, fjölgunin nemur 8% og
dreifist nokkuð jafnt á áfangastaði.
Í fréttatilkynningu frá Flugfélagi
Íslands segir að hlutfallslega mest
aukning sé í flugi til Vestmanna-
eyja en þangað eiga um tvöfalt
fleiri farþegar bókað en á síðasta
ári, einnig er töluverð aukning í
flugi til Egilsstaða.
Hátt í 900 farþegar áttu bókað
flug í gær, Þorláksmessu, sem er
töluverð aukning frá fyrra ári en
þar getur haft áhrif hvaða vikudag
Þorláksmessu ber upp á.
Fleiri á ferð
um jólin
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Ragnarsson
onundur@mbl.is
EKKI er nóg að stjórnmálamenn
taki ákvarðanir. Ákvörðunum þarf
að fylgja eftir. Aðgerðaáætlun rík-
isstjórnarinnar í þágu heimilanna í
landinu var formlega kynnt af for-
sætis- og utanríkisráðherra hinn 14.
nóvember síðastliðinn. Að mánuði
liðnum er því tilvalið að athuga
hvernig gengur, en talsvert hefur
miðað áfram fyrir jól.
Léttari byrðar af húsnæði
Í fyrsta lagi átti að létta með laga-
setningu greiðslubyrði einstaklinga
með verðtryggð lán með því að beita
greiðslujöfnunarvísitölu, þ.e. launa-
vísitölu sem vegin er með atvinnu-
stigi. Nauðsynleg lagabreyting var
afgreidd frá Alþingi 17. nóvember.
Í öðru lagi átti að fjölga úrræðum
Íbúðalánasjóðs til að koma til móts
við almenning í greiðsluvanda, svo
sem með lengingu og skuldbreytingu
lána, auknum sveigjanleika og rýmri
heimildum gagnvart innheimtu.
Þetta var flest komið í gagnið strax í
október, samkvæmt upplýsingum frá
Íbúðalánasjóði, en lagaheimild til
lengingar lána var afgreidd á Alþingi
5. desember.
Í þriðja lagi átti að heimila Íbúða-
lánasjóði að leigja húsnæði í eigu
sjóðsins til að fjölga úrræðum fyrir
einstaklinga í greiðsluvanda.
Lagaheimildin fyrir þessu var
einnig samþykkt 5. desember. Að
sögn Kristjáns Kristjánssonar, upp-
lýsingafulltrúa í forsætisráðuneyt-
inu, er enn unnið að útfærslu þessa
máls í félagsmálaráðuneytinu og enn
á hugsanlega eftir að semja við ut-
anaðkomandi aðila um framkvæmd
þess.
Svo átti að fella niður gjöld á borð
við stimpilgjöld og þinglýsing-
argjöld, sem torvelda skuldbreyt-
ingar og uppgreiðslu lána. 17. nóv-
ember voru samþykkt lög um
niðurfellingu stimpilgjalda vegna
skuldbreytingar lána. Flutnings-
maður frumvarpsins var fjár-
málaráðherra.
Hættir að skuldajafna
Fella átti úr gildi heimild til að
skuldajafna barnabótum á móti op-
inberum gjöldum. Sú heimild var í
reglugerð og hefur nú verið felld úr
gildi af fjármálaráðuneytinu.
Einnig átti að fella úr gildi heimild
til að skuldajafna vaxtabótum á móti
afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði.
Að sögn Kristjáns Kristjánssonar er
þessi liður þegar kominn til fram-
kvæmda. Íbúðalánasjóður mun
framvegis ekki innheimta vaxtabæt-
ur á móti vanskilum fólks.
Ein þeirra aðgerða sem ekki er
komin í framkvæmd er að barnabæt-
ur verði greiddar út mánaðarlega, en
ekki á þriggja mánaða fresti. Ástæð-
an er sú að 1. nóvember sl. voru þær
greiddar út fyrirfram til þriggja
mánaða, eins og venjan var áður.
Hin fyrirhugaða breyting var hins
vegar tilkynnt tveimur vikum síðar.
Fyrsta mánaðarlega útborgun
barnabóta verður því ekki fyrr en
fyrsta febrúar.
Opinberum innheimtuaðilum átti
að veita tímabundnar heimildir til að
vera sveigjanlegir í samningum og
taka mið af aðstæðum hvers og eins.
Fjármálaráðuneytið hefur gefið út
tilmæli um þetta efni og telst það
komið til framkvæmda.
Innheimtumennirnir mildaðir
Einnig átti að lögfesta tímabundn-
ar heimildir til innheimtumanna rík-
issjóðs um mögulega niðurfellingu
dráttarvaxta, kostnaðar og gjalda í
sérstökum skýrt afmörkuðum til-
fellum. Fyrrnefnd tilmæli fjármála-
ráðuneytisins taka að nokkru til
þessa líka, en þó á að sögn Kristjáns
Kristjánssonar eftir að lögfesta
heimildir hvað þetta varðar. „Það er
því búið að auka mjög sveigjanleika
og veita heimildir til þess að menn
geri það sem þeir geta, en það á eftir
að lögfesta ákveðnar heimildir,“ seg-
ir Kristján.
Tilmæli áttu líka að berast til allra
ráðuneyta og stofnana um að milda
innheimtuaðgerðir gagnvart ein-
staklingum.
Að sögn Kristjáns getur verið að
einhverjar stofnanir eigi eftir að fá
þessi tilmæli. Hins vegar skipti
mestu máli að sýslumenn og toll-
stjórar hafa allir fengið þau skriflega
því þeir eru innheimtumenn ríkis-
sjóðs í langflestum tilfellum. Undir
verksvið viðskiptaráðuneytisins falla
þau verkefni að lækka dráttarvexti
og setja þak á innheimtukostnað.
Björgvin með málin í vinnslu
Björgvin G. Sigurðsson hefur þeg-
ar mælt fyrir frumvarpi á þingi, um
endurskoðun laga um dráttarvexti
með það fyrir augum að þeir lækki
tímabundið. Búist er við að frum-
varpið verði afgreitt sem lög fyrir jól
og taki gildi 1. janúar, að sögn Þor-
finns Ómarssonar, upplýsingafull-
trúa viðskiptaráðuneytisins.
Hitt verkefnið snýst um að nýta
heimild í 12. grein laga um inn-
heimtu. Ekki þarf að breyta lögum,
heldur aðeins reglugerð. Það mál
hefur verið sent til umsagnar hjá
hagsmunaaðilum og er reglugerð-
arvinnan að sögn á lokastigi. Hún
kemst í gagnið á næstu dögum að
sögn Þorfinns.
Útflutningur bíla auðveldaður
Síðast en ekki síst átti með lögum
að láta endurgreiða hluta vörugjalda
og virðisaukaskatt af notuðum öku-
tækjum sem seld eru úr landi, svo
upphæðin verði greidd eiganda við-
komandi ökutækis. 11. desember síð-
astliðinn var frumvarp þessa efni af-
greitt frá Alþingi sem lög.
Flutningsmaður þess var fjár-
málaráðherra.
Morgunblaðið/Jim Smart
Aðstoðin á góðri leið
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í þágu heimila er langt komin í undirbúningi
Nokkur atriði ókláruð eða bíða framkvæmdarinnar af tæknilegum ástæðum
Greiðslujöfnunarvísitala
Fleiri úrræði ÍLS
ÍLS fái að leigja húsnæði út
Niðurfelling- stimpil og þinglýsingargjalda
Hætta að skuldajafna barnabótum
ÍLS hætti að skuldajafna vaxtabótum
Barnabætur greiddar mánaðarlega
Innheimtumenn ríkissjóðs sveigjanlegri
Niðurfelling dráttarvaxta o.fl. Í sérstökum tilfellum
Mildari innheimtuaðgerðir gagnvart einstaklingum
Lægri dráttarvextir
Þak á innheimtukostnað
Endurgreiðsla skatta og gjalda af notuðum bílum
Félags- og trygginga-
málaráðuneyti Viðskiptaráðuneyti FjármálaráðuneytiÍ framkvæmd Á döfinni
Aðgerðir í þágu heimila