Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 26
26 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur
Rangárþing eystra | Fólk safnar ýms-
um hlutum, s.s. frímerkjum, pennum
og ýmsu dóti en hún Sigurdís Bald-
ursdóttir í Miðkrika rétt við Hvols-
völl safnar jólaskrauti. Á aðventunni
var sýning á ýmsum munum hennar í
Héraðsbókasafni Rangæinga. Sig-
urdís sem alltaf er kölluð Dísa og er
frá Torfastöðum í Fljótshlíð, segist
reyndar ekki vera með söfnunar-
áráttu heldur sé hún bara lítið fyrir
að henda gömlu og hún reyni líka að
nýta ýmislegt sem til falli enda er
hún hagleikskona mikil sem hefur
gaman að því að föndra og prjóna.
„Ég læt handavinnuna eiginlega
aldrei frá mér. Þegar ég er ekki að
föndra er ég að prjóna eða hekla.“
Dísa hefur reyndar búið sjálf til mik-
ið af því skrauti sem hún á. „Þetta
hófst eiginlega allt með því að þegar
ég fór að búa 1969 þá uppgötvaði ég
að ég átti ekki mikið af skrauti sem
ég gat hengt á tré. Ég fór því að búa
til litla pakka úr eldspýtustokkum
sem ég síðan skreytti og hef gert alla
tíð síðan og bæði selt og gefið og
mörgum þykir vænt um þessa litlu
pakka.“
Þegar Dísa fór að búa þurfti hún
að gera málamiðlanir með jólasiðina
eins og títt er þegar fólk ruglar sam-
an reytum. „Ég leyfði manninum
mínum að ráða jólatrénu en hann var
vanur því að hafa skreytta birkigrein
um jólin. Hann var frá einum af
Heklubæjunum og ég held að margir
þar hafi haft það til siðs að nota birki
enda nóg af því úti við. Ég fékk hins
vegar að ráða í eldhúsinu og valdi
jólamatinn sem ég var alin upp við,
hangiket, og það höfum við fjöl-
skyldan enn í jólamatinn. Birkigrein-
in hefur oftast fengið að vera á heim-
ilinu um jólin en ég hef líka prófað
ýmislegt annað.“
Þegar Dísa er spurð hvað af öllu
skrautinu henni þyki nú vænst um og
sé í hennar huga merkilegast fer það
saman. „Mér þykir afar vænt um
gamla spýtujólatréð sem amma mín
átti og ég erfði. Það er mjög gamalt
og ég fékk hagleiksmanninn Oddgeir
í Tungu til að gera það upp fyrir mig.
Einnig þykir mér mjög vænt um
jólatré sem ég eignaðist þegar ég var
sex ára og sumt af skrautinu sem var
á því er þar enn. Þetta tré varðveitti
móðir mín og lét mig fá þegar ég var
orðin fullorðin. Mér þykir einnig
voðalega vænt um gamlan jólasvein
sem er úr vaxi, er reyndar kerti,
hann hefur verið til frá því ég man
eftir mér og er að minnsta kosti á sjö-
tugsaldri en gæti þess vegna verið
eldri, en sjálf er ég sextug. Við systk-
inin kveiktum reyndar einu sinn á
honum og sáum strax eftir því þegar
við gerðum okkur grein fyrir því að
með þessu móti myndi hann hverfa.
Því var slökk á honum hið snarasta
og mamma gerði svo við hann þannig
að hann er næstum jafngóður í dag.
Svo á ég tvær gamlar jólakúlur sem
eru mjög fallegar og önnur þeirra
varðveitir tannaför dóttur minnar.“
En er ekki voðaleg vinna að setja
upp allt þetta skraut? „Ja, ég hugsa
nú eiginlega alltaf um það til hvers ég
sé eiginlega að þessu fyrir nokkra
daga, en svo byrja ég að setja þetta
upp og mér finnst það alltaf jafn
skemmtilegt.“ Það þarf ekki að taka
það fram að húsið hennar Dísu er allt
skreytt hátt og lágt, það eru óteljandi
styttur og jólahús og ýmislegt ker-
amik sem Dísa hefur sjálf málað. Svo
eru alls kyns fígúrur af öllu tagi,
margt sem börnin hennar hafa búið
til og svo auðvitað hún sjálf. Henni
þykir mjög vænt um alla hlutina sem
börnin hennar hafa búið til og setur
þá upp fyrir hver jól.
Hvað telur Dísa að þetta séu
margir hlutir? Nú hlær hún dátt,
„það hef ég ekki hugmynd um en þeir
skipta hundruðum þó að þeir nái
kannski ekki þúsund. Ég hef bara
aldrei talið enda væri það mikil
vinna.“
Gullin geymd í kistu
Dísa geymir jóladótið sitt í gamalli
kistu sem hún erfði eftir afa sinn og
er kirfilega merkt árinu 1875. Hún
segir að þessi kista hafi reyndar ver-
ið fyrsti fataskápurinn sinn en nú
hefur hún skipt um hlutverk.
Dísa safnar mögru fleiru en jóla-
dóti og varðveitir og heldur upp á allt
gamalt. Hún segist aldrei henda
neinu og ef eitthvað sé ónýtt megi
e.t.v. endurnýta það. Og það hefur
hún svo sannarlega gert og víst er að
margt af því sem Dísa hefur gert er
mjög nosturslega unnið sómir sér vel
hvar sem er. Jólin ganga í garð hjá
Dísu þegar hún hefur skreytt birki-
greinina sína en það gerir hún venju-
lega á aðfangadag og um kvöldið
snæðir hún svo hangikjötslæri ásamt
fjölskyldunni.
Þykir vænst um elsta jólaskrautið
Eldgamalt Perlujólaskraut á spýtujólatréi sem Dísa erfði eftir ömmu sína.
Ljós Jólasería með myndum af jóla-
sveinum og jólapoki frá um 1956.
Jólaskraut Litlu pakkarnir sem Sigurdís Baldursdóttir, Dísa, býr til sem skraut til að hengja á jólatré.
Morgunblaðið/Steinunn
Heima Dísa í eldhúsinu heima hjá
sér í Miðkrika þar sem hún skreytir
vel og vandlega fyrir jólin.
Kerti Dísa og bróðir hennar kveiktu
á kertinu þegar þau voru lítil.
Gamalt og gott Jólatréð sem Dísa
eignaðist sex ára gömul.
Hefur safnað
jólaskrauti
frá árinu 1969
Í HNOTSKURN
»Dísa í Miðkrika hefur safn-að jólaskrauti frá því hún
fór að búa árið 1969.
»Dísa fór strax að búa tiljólaskraut úr hlutum sem
aðrir myndu henda.
»Merkilegasta skrautið efvafalaust gamalt spýtu-
jólatré sem amma Dísu átti.
»Jólatréð er birkigrein semtekin er inn á Þorláks-
messu eða aðfangadag og
skreytt.