Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 32
32 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
MARGT bendir til að núverandi kreppa muni hafa veru-
leg áhrif á þróun efnahagslífsins á komandi árum og ára-
tugum. Ljóst er að starfsemi banka og annarra fjármála-
stofnana verður tekin til gagngerðrar endurskoðunar en
líklegt er að alls konar iðnaður ekki síst bílaiðnaðurinn,
standi nú á vegamótum.
Bílaframleiðslan hefur eflst og dafnað í 100 ár. Bílarnir
eru stærri og kraftmeiri en áður var, að vísu miklu spar-
neytnari en vegna fjöldans eru þeir ein mesta mengunar-
uppsprettan nú á dögum. Olíuverðið, sem fór hæst í um
170 dollara fatið snemma á þessu ári, er nú komið í um 40
dollara en víst er að þegar úr rætist í efnahagsmálunum
mun verðið rjúka upp á ný.
Þótt bíllinn og bensínið á hann séu drjúgur skattstofn
fyrir stjórnvöld þá hrökkva þær tekjur hvergi nærri fyrir
þeim útgjöldum, sem af honum leiða. Bíllinn hefur haft
mótandi áhrif á þróun borga, ekki síst í Bandaríkjunum
og raunar víðar, og verið meginforsendan fyrir uppbygg-
ingu víðáttumikilla úthverfa, sem oft eru í tuga km fjar-
lægð frá meginmiðstöðvum atvinnulífsins. Kostnaðurinn
við bílabrautirnar er gífurlegur og fyrir venjulega fjöl-
skyldu er bílaútgerðin þungur baggi. Það kemur því ekki
á óvart að úr bílasölu dragi þegar að kreppir en samdrátt-
urinn núna er raunar ekkert annað en hrun.
Tvinn- og rafbílar eru framtíðin
Bílasmiðjur um allan heim eiga í erfiðleikum en mest
fer fyrir þeim í Bandaríkjunum. Af bílarisunum þremur
stendur Ford best að vígi en við GM og Chrysler blasti
ekkert annað en gjaldþrot ef ekki hefði komið til 13,4
milljarða dollara lán frá ríkinu. Sérfræðingar segja þó að
þetta muni ekki duga til. Engar líkur séu á aukinni bíla-
sölu næsta árið og jafnvel næstu tvö. Þar fyrir utan
stendur upp á bílaiðnaðinn að stokka upp í framleiðsl-
unni. Dagar stóru jeppanna, stóru pallbílanna og annarra
slíkra bensínháka, er senn liðinn. Tvinnbílar og rafbílar
eru framtíðin.
Bíllinn á krossgötum
Ekki er ólíklegt að núverandi kreppa hafi afgerandi áhrif á framtíð bílaiðnaðar-
ins Bílasmiðjunum mun fækka og dagar stóru bensínhákanna eru senn liðnir
Í HNOTSKURN
» Bílar litu fyrst dagsins ljósnokkru fyrir aldamótin
1900 en Henry Ford varð
fyrstur til að hefja fjöldafram-
leiðslu þeirra árið 1914.
» Á síðasta ári, 2007, vorusmíðaðar 73 millj. bíla,
fólksbíla og annarra, í heim-
inum.
» Þá áttu Bandaríkjamenn250 milljónir bifreiða en
bílaflotinn um allan heim var
áætlaður vera um 806 millj-
ónir.
ÍBÚAR í fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn
unnu í gær kappsamlega að því að útbúa mat
handa gestum á aðfangadag. Hefð er fyrir því að
þá geti allir, bæði ríkir og fátækir, sem ella
myndu verja kvöldinu einir heima hjá sér, heim-
sótt Kristjaníu og borðað hátíðarmatinn með
öðrum gestum og heimafólki. Þótt fríríkið sé oft
í fréttum vegna fíkniefnasölu er þar margvísleg
menningarstarfsemi, m.a. leikhús.
Aðfangadagsmaturinn í Kristjaníu
AP
„STJÓRNARSKRÁIN er úr gildi. Ríkisstjórnin hefur
verið leyst upp sem og ríkisstofnanir,“ tilkynnti Moussa
Camara, hershöfðingi í gíneska hernum í gær. Aðeins
nokkrum klukkustundum fyrr hafði andlát forseta lands-
ins, Lansana Conte, verið tilkynnt.
Skömmu eftir tilkynningu hershöfðingjans sagði for-
sætisráðherra Gíneu, Ahmed Tidiane Souare, í yfirlýs-
ingu að ríkisstjórnin væri ennþá starfandi og að ekki
hefði verið framið valdarán. Flestir hermenn gíneska
hersins væru enn hliðhollir yfirvöldum og hann hvatti þá
til að veita öllum tilraunum til valdaráns mótspyrnu. Ráð-
herrar og aðrir háttsettir embættismenn voru kallaðir
saman í aðalstöðvar hersins í öryggisskyni.
Búist var við íhlutun hersins
Lansana Conte hafði verið forseti Gíneu í 24 ár en lést í
gær 74 ára að aldri eftir langvarandi veikindi að sögn yf-
irvalda. Ekki er vitað um dánarorsök, en Conte mun hafa
verið keðjureykingamaður auk þess sem hann glímdi við
sykursýki. Að sögn fréttaskýrenda hafði verið búist við
því að herinn reyndi að ná völdum þegar Conte félli frá
þar sem hann hefði í auknum mæli reitt sig á herinn til að
halda völdum. Eftir að heilsu Conte tók að hraka til mik-
illa muna síðustu fimm árin þótti óljóst hver færi í raun
með völdin og ríkisstjórnin var því sem næst óstarfhæf.
Nágrannalöndin Líbería, Síerra Leóne og Fílabeins-
ströndin hafa á síðustu árum notið friðsældar eftir ára-
löng átök. Ótti hefur nú gripuð um sig um að með óstöð-
ugu ástandi í Gíneu gætu átök blossað upp á ný.
jmv@mbl.is
Ringulreið í Gíneu eftir
fráfall harðstjórans
AP
Leiðtogi Lansana Conte þótti sýna einræðistilburði
meðan á áratuga valdatíma hans stóð í Gíneu.
ÞEGAR á móti
blæs í efnahags-
lífinu snúa neyt-
endur baki við
dýrum lúxus-
varningi en láta
sér nægja það,
sem minna er og
ódýrara. Hvað
konurnar áhrær-
ir er það fyrst og
fremst snyrtivör-
ur.
Hagfræðingar og raunar allir aðr-
ir vita, að á óvissutímum fresta menn
kaupum á nýjum bíl, lúxusferð, nýj-
um innréttingum og þess háttar en
það er ekki þar með sagt, að fólk láti
ekkert eftir sér. Samkvæmt „varalit-
arkenningunni“, sem svo er kölluð,
fara konurnar nefnilega með meiri
peninga en áður í alls konar snyrti-
vörur á erfiðum tímum. Það er
þeirra aðferð við að snúa á kreppuna
þótt í litlu sé.
„Varalitarkenningin“ eða „varalit-
aráhrifin“ sýndu sig fyrst í krepp-
unni miklu 1929-1933 en þá minnkaði
framleiðsla í Bandaríkjunum um
hvorki meira né minna en helming. Á
sama tíma tók þó sala í snyrtivörum
stökk upp á við og það sama átti sér
stað í samdrættinum eftir 1990 og
aftur um síðustu aldamót þótt í
minna mæli væri.
Vegna þessa er nú góður gangur
hjá snyrtivöruframleiðendunum
L’Oreal, Beiersdorf og Shiseido.
svs@mbl.is
„Varalitar-
áhrifin“
sýna sig
Það er aldrei verra
að vera vel snyrt.
Í kreppu er keypt
meira af snyrtivörum
JOSEF Fritzl, Austurríkismaður-
inn, sem hélt dóttur sinni fanginni í
kjallaranum í 24 ár og átti með henni
sjö börn, reyndi að selja síðdegis-
blöðum skýrslur um yfirheyrslur
lögreglunnar yfir honum.
Fritzl, sem er í gæsluvarðhaldi
sakaður um manndráp, nauðgun,
þrælahald og mannrán, hafði sam-
band við fasteignasala og í gegnum
hann var fjórum blöðum í Bretlandi,
Þýskalandi og Austurríki boðið að
kaupa yfirheyrslurnar fyrir um 680
millj. kr. Því boði var þó ekki tekið.
Féð ætlaði Fritzl að nota til að greiða
skuldir sínar, um 595 millj. kr.
svs@mbl.is
Vildi þéna á
ósómanum
LESENDUR
breska dagblaðs-
ins Financial
Times hafa kosið
gráðugustu fjár-
málamenn þessa
árs og óhætt er
að segja, að þar
voru margir kall-
aðir en fáir út-
valdir.
Úrvalið af
bankastjórum og öðrum fjármála-
furstum, sem rökuðu til sín hundr-
uðum milljóna og jafnvel milljörðum
króna á sama tíma og rekstur fyr-
irtækjanna var í algjöru skötulíki er
óhemjumikið. Tilnefningar voru því
margar og meðal annars fengu ís-
lensku bankastjórarnir sinn skerf af
þeim. Voru verðleikar sagðir vera
þeir, að þeir hefðu ekki aðeins stað-
ið yfir rústum sinna eigin banka,
heldur næstum lagt íslenskt sam-
félag að velli um leið.
Í Evrópu komu margir „framúr-
skarandi“ menn á þessum vettvangi
til greina en þeir bliknuðu þó í sam-
anburði við bandaríska kollega sína.
Snillingar sem eiga
vart sinn líka
Sem dæmi um þetta má nefna, að
Daniel Mudd skrapaði saman tæpa
þrjá milljarða kr. síðustu tvö árin
hjá íbúðalánasjóðnum Fannie Mae
og Dick Syron hjá Freddie Mac
rúmlega 4,2 milljörðum kr. á sama
tíma. Báðum sjóðunum varð ríkið að
bjarga og báðir áttu þeir stóran hlut
í bandarísku fasteignabólunni, sem
sprakk með alvarlegum afleiðingum
fyrir efnahagslífið um allan heim.
Sigurvegarinn er hins vegar
Richard Fuld, bankastjóri Lehman
Brothers. Á árunum 2006 og 2007
hafði hann næstum 10 milljarða kr.
upp úr krafsinu en síðan fór bank-
inn á hausinn. Þá skuldaði hann 613
milljarða dollara. svs@mbl.is
Gráðugustu fjár-
málamennirnir
Fuld, óumdeild-
ur sigurvegari.