Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 37

Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 37
Daglegt líf 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kjetkrókur í heimsókn Börnin á leikskólanum Holtakoti á Akureyri kættust þegar bræðurnir Kjetkrókur og Hurðaskellir litu við. Börnin sungu og dönsuðu sem mest þau máttu til að heilla sveinana í von um góðar gjafir. Hugfangin Börnin hlustuðu hugfangin á það sem jólasveinninn hafði að segja þegar hann mætti í heimsókn á leikskólann Holtakot á Akureyri. Ekki þótti þeim svo verra að fá að launum pakka frá karlinum rauðklædda. Morgunblaðið/Kristinn Af innlifun „Í skóginum stóð kofi einn, sat við gluggann jólasveinn,“ sungu börnin á jólaballi Morgunblaðsins. Mörg barnanna bættu um betur og sýndu mikil tilþrif í leik. Á aðventu Starfsmenn Morgunblaðsins og fjölskyldur þeirra skemmtu sér saman á jólaballi. Dansað var í kringum jólatré og sungnir jólasöngvar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.