Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 38
38 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Þ
egar ég byrjaði sem
skemmtikraftur – það
eru orðin slétt 50 ár um
áramótin, ætlaði ég
hvorki að gera jólalög né
texta. Ég vildi ekki nálgast jólahátíð-
ina sem markaðsvöru, vildi ekki
græða á Jesú. Og ég hafnaði öllum
óskum um að bregða mér í jólasveins-
gervi.“
– Halló! Hvað gerðist?
„Það var hann Svavar Gests. Hann
hringdi í mig, sagðist vera að gefa út
plötu með fjórum jólalögum og vant-
aði íslenzkan texta við Here comes
Santa Claus. Ég varð við þessari bón
og leit á textagerðina sem samfélags-
þjónustu fyrir Svavar Gests. Ég hef
satt að segja litið þannig á jólalögin
og textana, ekki fyrir Svavar Gests,
heldur alla hina.
Minn texti var Jólasveinninn minn.
Þetta byrjaði allt með honum.“
– Og framhaldið varð dálítið öflugt!
„Þegar ég fór að hugsa málin bet-
ur, áttaði ég mig á því að um leið og
maðurinn á að halda hvíldardaginn
heilagan, er honum nauðsyn að gera
sér dagamun. Þá fór ég að horfa á jól-
in í pínulítið öðru ljósi en ég hafði
gert.“
– Sem opnaði fyrir textana/lögin.
„Við textahöfundarnir erum þögul
bakvarðasveit tónlistarmannanna.
Það eru þeir sem skila efninu til fólks-
ins. Eiginlega erum við bara bændur
á bak við sem gefum beljunum hey,
eða eigum við að segja fjósamenn.
Mínir textar hafa farið svo víða að
menn eru hættir að vita af mér á bak
við þá.“
– Nema þegar þú flytur þá sjálfur
með þínum tilþrifum.
„Ég er nú kominn í mikinn minni-
hluta hvað flutninginn varðar.“
Ádeilu laumað undir
glaðlegan jólasvip
– Hvað hefurðu samið mörg jólalög
og texta?
„Ég var kominn í hálft hundrað á
fyrsta áratugnum og síðan eru 40 ár.
Ég hef ekki tölu á þessu. En ég hugsa
að á plötum séu þetta orðin á annað
hundrað textar og lög.“
– Er hægt að tala um einhverja
sérstaka stefnu hjá þér við jóla-
textagerðina? Er þetta ekki bara
Gáttaþefur ho, ho, ho?
„Það er bara yfirborðið. Ég hef
alltaf reynt að hafa mína texta svolítið
öðruvísi, hef oft laumað pínulítilli
ádeilu með undir glaðlegum jólasvip.
Strax í Jólasveininum mínum og Jólin
koma mátti greina ungan uppreisnar-
mann í textanum og hann hefur alltaf
verið þarna, það hefur kannski borið
mismunandi mikið á honum.“
– Hafa textarnir breyzt með þátt-
töku þinni í þjóðmálum?
„Nei. Ungt fólk á að vera gagn-
rýnið og ég upplifi það nú að vera aft-
ur orðinn ungur. Þá hefur maður tím-
ann fyrir sér og vill breyta sem flestu
í lífinu. Hins vegar verður æ styttri
tími eftir, þegar aldurinn færist yfir,
og því er nauðsynlegt að vera síung-
ur!
Ég líki lífinu við hnefaleika. Í mín-
um augum eru þeir mikil lífsbaráttu-
íþrótt. Þegar þú ferð í hringinn veiztu
ekki hvort þú verður sleginn niður í
fyrstu lotu eða þeirri tuttugustu. Ég
sé hverja lotu fyrir mér sem 5 ár. Ég
er í þrettándu lotu núna. Málið er að
fara í hringinn og skila þar sem flest-
um stigum. Þegar upp er staðið skipt-
ir það ekki máli þótt þú hafir lent í
gólfinu einu sinni eða tvisvar. Það er
heildarstigafjöldinn sem telur. Hann
er minnisvarðinn.“
Litla jólabarn
er uppáhaldið
– Áttu þér einhvern uppáhalds-
texta?
„Já. Ætli það sé ekki Litla jóla-
barn.
Á nýrri jólaplötu Stefáns Hilm-
arssonar er texti eftir mig; Glæddu
jólagleði í þínu hjarta, einn af þessum
textum um það hvað jólin geta gert
fyrir okkur; Glæddu jólagleði í þínu
hjarta, gleymdu sorg og þraut … Það
er alltaf sú hætta fyrir hendi að auka-
atriði verði aðalatriði, en mér finnast
jólin dýrmæt til að gera okkur daga-
mun og lýsa upp skammdegið.
Kreppa er góð fyrir jólin. Þá fá þau að
njóta sín fyrir það sem þau eru. Ég
hugsa gott til þess að það verði eng-
inn Hummer gefinn um þessi jól.“
– Seturðu þig í einhverjar sér-
stakar stellingar, þegar þú býrð til
jólalag/texta?
„Nei, nei. Auðvitað er ég misjafn-
lega upplagður, en stundum geri ég
þau bara á rölti milli húsa. Bezt finnst
mér þó að huga að þeim akandi í bíln-
um. Þau yfirvinna tilbreytingarleysi
akstursins og gera mig svo gjör-
samlega glaðvakandi.“
– Segðu mér frá nýjustu jólatext-
um/lögum þínum.
„Fyrst langar mig til að segja frá
tveimur textum sem ég samdi fyrir
Gunnar Þórðarson og Ragnar
Bjarnason í fyrra. Reyndar samdi ég
líka texta um íslenzku jólin fyrir
Helgu Möller.
Annar textinn fyrir Gunnar og
Ragnar er Draumur á jólanótt, sem
er að mörgu leyti sérstakur. Jólin eru
meira en helgihald og gjafir, þau eru
líka minnisverður tími í sambúð karls
og konu. Mig langaði að skila þeirri
hlið þeirra í þessum texta, ég vandaði
mig mjög og fór svo fínt í hlutina að
það hefur enginn fett fingur út í text-
ann. Hinn textinn heitir Jólarökkur,
reyndar gerði ég texta fyrir Ragnar
fyrir langa löngu; Þegar líða fer að
jólum, en báðir þessir textar spegla
þá hlið jólanna sem er mannlegir erf-
iðleikar og harmleikir jafnvel; þessi
erfiðu jól.
Einn nýjasti textinn minn er síð-
asta lagið á diskinum Birta – styðjum
hvert annað, sem kemur nú út til
styrktar Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur heitir Manstu gömlu jól-
in? og það er Ragnar Bjarnason sem
syngur. Hann fjallar um jólin í gamla
daga, þegar menn höfðu úr litlu að
spila, er eiginlega kreppujólatexti og
smellpassar náttúrlega inn í ástandið
hjá okkur núna.“
Með rætur í ferskeytlum
Gísla á Uppsölum
„Hinir tveir nýjustu textarnir mín-
ir eiga við fólk sem á í erfiðleikum;
Bæn einstæðingsins á sér langa sögu.
Lagið var fyrst flutt í bútum í sjón-
varpsþætti um útlagana Eyvind og
Höllu árið 1998 og seinna flutt í Ómar
lands og þjóðar, þar sem voru lög úr
sjónvarpsþáttunum mínum. Þá hét
það Jól útlaganna. Lagið varð upp-
haflega til fyrir tvær ferskeytlur sem
fundust á Uppsölum eftir lát Gísla
Gíslasonar.
Textinn fór á flakk í mismunandi
útgáfum. Gunnar Gunnarsson, org-
anisti Laugarneskirkju, tók nokkur
erindanna laglega saman og útsetti
lagið. Nú fannst mér tími til kominn
að taka textann saman til end-
anlegrar útfærslu, þjappa efninu inn í
ramma Gunnars og gera úr því jóla-
sálm.
Nýjasti textinn minn; Barnið í jöt-
unni er ákall manns sem sér ekkert
nema svartnætti. Það byrjar í dýpstu
örvæntingu en endar í birtu. Ég er
nýbúinn að gera þann texta við erlent
lag að ósk kirkjukórs Akraneskirkju.
Endahnútinn rak ég á það í bílnum,
þegar við vorum að finna okkur tíma
til þessa samtals.“
Hefur alltaf reynt að hafa
jólatextana svolítið öðruvísi
Ertu ekki Jóli Íslands?
Ómar Ragnarsson verð-
ur eilítið undirleitur og
segist ekki vita það. Enda
skipti það ekki máli.
Hann hafi alltaf litið á
jólalögin og jólatextana
sem samfélagsþjónustu.
Morgunblaðið/RAX
Mikilvirkur Ómar Ragnarsson ætlaði aldrei að gera jólalög eða jólatexta en svo hringdi Svavar Gests og .…
Þegar allt hrynur, hjartkæri vinur,
hvað er til ráða? ég spyr.
Ekkert í höndum. Allt fór úr böndum.
Ólán og voði við dyr.
Er vonirnar bresta í bölmóðnum mesta
birtist hin himneska sýn:
Barnið í jötu sem greiðir mér götu
að gleði sem heiminum skín.
Myrkur í huga, harmur sem bugar,
hjarta mitt kvalið af sorg.
Þannig mér líður, þannig mér svíður.
Þannig ég eigra um borg.
En þegar allt týnist og þrautin hún sýnist
svo þjakandi’ og byrgir mér sýn,
barnið í jötunni greiðir mér götu
að gleði sem heiminum skín.
Fegurð hins smáa, hugsjónin háa,
hreinleiki, þolgæði og von
leysir úr helsi, færir oss frelsi,
fyrir hinn nýfædda son.
Lífstrúin sanna og samstaða manna,
sanngirni, mannúð og ást,
öllu hér breytir og huggun veitir
öllum, sem líða og þjást.
Jólanna birta hún ber mér
boðskapinn sígilda’og sanna
um konung, sem kominn er hér
með kærleik og frið milli manna.
Barnið í jötunni
(Með sínu lagi:)
Manstu gömlu jólin?
Manstu gömlu jólin, mjúkan hvítan snjó?
Manstu hvað við vorum glöð og áttum alltaf nóg?
Það var margt svo einfalt sem gladdi okkar geð
er gjafirnar við tókum upp við litla jólatréð.
Þá áttum við stundir sem aldrei gleymi ég
og ævinlega lýsa mér um lífsins grýtta veg.
Það er ekki allt fengið keypt dýrum dómum hér
því dýrmætara er að kunna að gefa af sjálfum sér.
Ég bið að gömlu jólin birtist mér á ný
og besta jólagjöfin verði að falla faðm þinn í.