Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Á tímamótum eins og jólum er gaman að líta um öxl og rifja upp fyrri jól, sérstaklega hugljúf og falleg bernskujól. Oft eru það ljúfar endurminn-
ingar sem hafa jafnvel haft djúpstæð áhrif á einstaklinginn. Morgunblaðið auglýsti nýverið eftir sönnum jólasögum og kann blaðið öllum þeim
sem skrifuðu bestu þakkir fyrir. Hér á opnunni birtast nokkur sýnishorn af sögum en sagan um gamla lykilinn vakti sérstaka athygli og höfundur
hennar fær vegleg verðlaun. Aðrir höfundar sem fá sögur sínar birtar fá sömuleiðis verðlaun sem má vitja á Morgunblaðinu eftir jól.
Hugljúfar jólaminningar
Jólin eru á morgun, en ekki jólmeð snjó og fannfergi.Hérna hjá okkur er hásumarog börnin leika sér í sjónum
með ærslum og buslugangi. Ham-
ingjan virðist í algleymingi, sólin
skín og jólin að koma, tíminn þegar
við gleðjumst og gleðjum aðra.
Hanna bisar við að koma heljar-
stórum súpupotti í bílinn og fer síð-
an í verslunarmiðstöðina og nær í
meiri glaðning.
Símon, hjálparhellan, kemur að-
vífandi. Hann er sautján ára og er í
framhaldsskóla. Hann hjálpar
Hönnu stundum við að dreifa mat til
barnanna í „svarta hverfinu“. Eitt
sinn var hann einn þeirra sem nú
hópast æst að með mishreinu ílátin
sín. Þau róa börnin, allir fá eitthvað,
jólin eru að koma og nú má enginn
vera svangur. Inni í bílnum grillir í
stóra, hvíta plastfötu, börnin eru for-
vitin og reyna að gægjast. Hanna og
Símon byrja að deila út súpu og
brauði.
Nú er komið að hvítu fötunni.
Símon opnar hana og það glittir í
eitthvað gult. Hann teygir sig ofan í
fötuna og tekur upp nokkrar appels-
ínur. Drengur á tíunda árinu rýkur
til og rífur til sín tvær. Símon bregst
ókvæða við og tekur aðra þeirra af
drengnum. Hann stendur eftir í
slitnum en hreinum fötum með app-
elsínu í annarri hendi, brennandi
sólina fyrir ofan höfuðið og spurn-
arsvip á andlitinu. Símon horfir á
hann dökkbrúnum alvarlegum aug-
um og spyr hvort hann vilji verða til
þess að einhver annar missi af jóla-
glaðningnum sínum. „Þú verður að
skilja það að ef þú tekur tvær app-
elsínur þá er ekki til nóg handa öll-
um.“
Drengurinn ungi verður skömm-
ustulegur og bjástrar við að taka ut-
an af appelsínunni sinni. Hanna
hnippir í Símon og þau halda áfram
að skammta matinn. Börnin troðast,
en lítil stelpa situr á jörðinni með
dolluna sína og tekur ekki eftir
neinu öðru, yfir henni er ánægju-
legur friður þegar hún borðar mat-
inn sinn með plastskeið. Ljós sand-
urinn loðir við dökka fótleggina. Ég
horfi á börnin en þau taka ekkert
eftir mér. Við sonur minn stígum
upp í bílinn og ökum eftir rykugum
sandgötunum milli kofahreysa, sem
verða að smáum alvöru húsum þegar
lengra dregur. Brátt ber stór ein-
býlishús við ljósa sandströndina. Þar
er múgur og margmenni, jólastrand-
boltakeppnin er nýhafin og sandlitir
keppendurnir virðast nær ósýni-
legir. Drengurinn minn lítur upp í
sólina sem skín á móti okkur, eins og
risastór appelsína sem allt mannkyn
deilir, og segir: „Mamma, af hverju
skiptum við ekki bara öll jafnt?“
Margrét Auðunsdóttir
Jólasaga frá Afríku
Hún horfði niður á fínulakkskóna, jólaskónasína með bandinu yfirristina. Hún var að máta
jólakjólinn sem mamma var að
leggja síðustu hönd á, gulan kjól
með púffermum og rykktu víðu pilsi.
Hún sneri sér í hring svo pilsið
sveiflaðist og var svo spennt. Jólin
voru alveg að koma. „Mamma, hvað
fæ ég í jólagjöf?“ spurði hún.
Mamma horfði á hana brosandi og
svaraði: „Þú færð lykil, Dísa mín.“
Lykil, mamma hlaut að vera að
stríða henni, hvað átti hún að gera
við lykil.
Klukkurnar hringdu inn jólin í út-
varpinu. Jólatréð stóð uppljómað og
skreytt á gólfinu við súðina í stof-
unni og búið var að kveikja á kertum
og allt var svo fágað og fínt. Hún
horfði á alla pakkana undir trénu og
var að velta því fyrir sér hvaða
pakka hún ætti, mamma var örugg-
lega bara að stríða henni um daginn
þegar hún sagði að hún fengi lykil í
jólagjöf. En mamma sagði alltaf
satt.
Það var lambahryggur í matinn,
með brúnuðum kartöflum, rauðkáli,
rauðbeðum og gulrótum og græn-
um baunum auk sósu og sultu. Eitt-
hvað fannst henni of langan tíma
taka að borða matinn en loksins var
búið að ganga frá eftir matinn og
hún var óvenjulega dugleg að
hjálpa til við að taka af borðinu og
ganga frá. Þau settust við jólatréð
og pabbi rétti henni pínulítinn
pakka.
Hún fann fyrir kvíðasting í mag-
anum, hvað gat verið í svona litlum
pakka? Hún opnaði pakkann og all-
ir horfðu á hana. Þetta var lítill blár
kassi og þegar hún opnaði hann
blasti við lykill. Lykillinn sem gekk
að stofuskápnum, sem pabbi hennar
hafði smíðað sem sveinsstykki í
Iðnskólanum fyrir mörgum árum.
Hún fann að það var að renna tár
niður vangann og reyndi að fela það
en það kom annað. Þá tók mamma
utan um hana og sagði: „Dísa mín,
athugaðu hvort lykillinn passar ekki
að litlu hurðinni á skápnum undir
súðinni, við hliðina á jólatrénu!
Hún þurrkaði tárin með hand-
arbakinu og setti lykilinn í skráar-
gatið og hann passaði. Hún opnaði
dyrnar og við henni blasti minnsta
og fallegasta herbergi sem hún
hafði nokkru sinni séð, lítið eldhús
með efri og neðri skápum, útsaum-
uðum dúk á borðinu og útsaumuðu
handklæðahengi og brúðurnar
hennar sátu þarna á gólfinu.
Mamma hafði sagt satt, hún fékk
lykil, gamlan lykil í jólagjöf. Hún
var alsæl.
Þórdís Elín Jóelsdóttir
Gamli lykillinn
Mig langar að deila meðykkur lítilli jólasöguum litla stúlku sembeið jólanna með mik-
illi tilhlökkun eins og aðrir. Sagan
gerist í kringum 1970, pabbinn var
sjómaður og mamman hugsaði um
börnin og heimilishaldið. Á heim-
ilinu hafði ætíð verið haldið fast í
jólahefðir og einhvern veginn var
óhugsandi að breyta út af þeim.
Ein af hefðunum var sú að
snemma á Þorláksmessu fór pabb-
inn með börnin og keypti jólatré
hjá björgunarsveitinni í bænum.
Síðan var farið heim og allir hjálp-
uðust að við að skreyta jólatréð.
Haustið fyrir þessi umræddu jól
fór pabbinn til sjós eins og hann
hafði áður gert til nokkurra ára í
Norðursjóinn og kom jafnan heim
upp úr miðjum desember. Þegar
sá tími var að renna upp kom í ljós
að viðvera hans til sjós hafði
lengst og nú átti hann að koma
heim nokkrum dögum fyrir jól.
Mamman sá um undirbúning
jólanna eins og hún hafði jafnan
gert, bakaði, keypti jólaföt á börn-
in og gjafir en jólatréð vildi hún
ekki kaupa því pabbinn hafði
ávallt séð um það og þannig yrði
það líka nú.
Dagarnir liðu og 22. desember
rann upp og ekki var skip pabbans
komið til hafnar enn. Litla stúlkan
fann í hjartanu hvernig kvíðinn
magnaðist og óttinn yfir því að
pabbinn yrði ekki kominn heim
fyrir jól. Það var erfitt að sofna
um kvöldið og stúlkan læddist
fram í eldhús og auðvitað var
mamman þar að undirbúa jólin,
áreiðanlega jafn áhyggjufull og
dóttirin þótt hún léti ekki á því
bera. Hún reyndi að hughreysta
stúlkuna og sagði henni að hún
skyldi fara aftur upp í rúm, fara
með bænirnar sínar og reyna að
sofna.
Stúlkan ákvað að reyna og lagð-
ist upp í rúmið sitt, fór með bæn-
irnar sínar og bað til guðs að
pabbinn myndi koma heim áður en
jólin kæmu því að annars fyndist
henni ekki hægt að halda jól. Loks
sveif svefninn á og stúlkuna
dreymdi að jólasveinninn birtist
við rúmið hjá henni og bauð henni
að strjúka skeggið sitt. Í svefnrof-
unum fannst henni eitthvað kitla
sig í lófann og því opnaði hún var-
lega augun og viti menn, á rúm-
stokknum sat pabbinn fúlskeggj-
aður eftir langa útiveru til sjós og
skælbrosti. Kvíðinn hvarf, gleðin
birtist og alla tíð síðan hefur þessi
stúlka hugsað til þeirra sem kvíða
jólunum. Hún var svo heppin að fá
bænina sína uppfyllta og óskandi
væri að allir væru jafn lánsamir
og hún.
Guðbjörg S. Pálmarsdóttir
Jóladraumur
Það er Þorláksmessa, ég vakna eld-snemma við vekjaraklukkuna. Ég erúrvinda eftir að hafa unnið á við tvo ídesember til að eiga fyrir jólunum.
Peningaáhyggjur og jólastress einkenna þenn-
an Þorláksmessumorgun. Hamborgarhrygg-
urinn er tilbúinn í ísskápnum en allt annað er
eftir.
Ég hef ekki haft tíma í jólagjafakaup, íbúðin
er óskreytt og við eigum ekki jólatré og auk
þess veit ég ekki hvað ég ætla að hafa með
hryggnum. Ég hef alltaf verið jólabarn en nú
hefur tilhlökkunin breyst í kvíðahnút.
Ég ræsi liðið og útvega öllum verkefni. Ég
ætla að þrífa húsið og fara í bæinn. Hinrik og
Trausti þurfa að taka til í herbergjunum sínum
og Ásgeir þarf að skreyta húsið og finna
jólatré. Um morguninn þríf ég íbúðina og
þræla strákunum út. Að hreingerningum lokn-
um þýt ég í bæinn, strákarnir eru frelsinu
fegnir og fara út með vinunum. Kringlan er að
fyllast af fólki sem er, eins og ég, á elleftu
stundu. Ég byrja á gjafalistanum og reyni að
hugsa sem minnst um kostnaðinn.
Klukkan fjögur er ég langt komin með
listann, þá hringir Ásgeir af spítalanum en
hann handleggsbrotnaði þegar hann var að
hengja upp ljósaseríu. Ég þarf því að sækja
hann og koma honum heim. Ég sný aftur og
klára listann og fer svo í Bónus að kaupa inn.
Klukkan sjö kemst ég loksins heim, þar er
Ásgeir, allsnakið jólatréð og íbúðin bara hálf-
skreytt en hvar eru Hinrik og Trausti? Ég
hringi í þá en næ í hvorugan þeirra. Eftir
mikla leit hringi ég í lögregluna sem lofar að
gera eitthvað í málunum. Klukkan 11 hefur
móðursýkin heltekið mig og ég sit titrandi við
símann og vona að lögreglan hringi og segi að
þeir séu óhultir og á heimleið. Um nóttina
heyrist ekkert og tíminn líður í óvissu. Við er-
um orðin vonlaus á aðfangadagsmorgun og
lögreglan líka.
Um hádegi hringir dyrabjallan og í dyra-
gættinni standa stúfarnir mínir nötrandi með
eplarauðar kinnar. Þeir höfðu farið til lang-
ömmu sinnar og gist þar en gleymt að láta vita,
komu síðan fótgangandi heim, þeir sem varla
þekkja gömlu konuna.
Ég get ekki skammað þá, knúsa þá bara
þéttingsfast því ég er svo fegin að þeir séu heil-
ir á húfi.
Við hjálpumst að við að undirbúa jólin og
borðum á slaginu sex. Við náðum að koma
gjöfunum út, jólatréð er enn óskreytt og margt
sem við náðum ekki að gera en við erum alsæl
því við höfum hvert annað, það nægir.
Birna Varðardóttir
Það nægir